Sko... ég sótti þennan bíl á Þingeyri 2003, þá hafði hann staðið þar inni í skúr síðan 2001. Strax þá var sparslið þegar farið að springa út í kring um skottlok, sílsa, fyrir aftan afturgluggan, hurðarfölsum, neðst á frambrettum og á fleiri stöðum. Bíllinn var mjög illa unninn undir fyrir málningu og var mjög ósléttur. Hann var t.d. mjög illa ryðbættur í hvalbaknum, stykkinn soðin í og suðurnar ekki einu sinni slípaðar í burtu. Það væri gaman að sjá hvað það verður mikið eftir af honum ef hann yrði sandblásinn. Þessi bíll þarf stótæka uppgerð fyrir mann með ógrynni af peningum tíma og þolinmæði.