Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Dodge Challanger A 290
Eyzi92:
ég vona að ég sé ekki að rugla bílnum saman en þessi er hér á Ísafirði núna að ég held allavega allveg eins bíll hér...
Moli:
Sko... ég sótti þennan bíl á Þingeyri 2003, þá hafði hann staðið þar inni í skúr síðan 2001. Strax þá var sparslið þegar farið að springa út í kring um skottlok, sílsa, fyrir aftan afturgluggan, hurðarfölsum, neðst á frambrettum og á fleiri stöðum. Bíllinn var mjög illa unninn undir fyrir málningu og var mjög ósléttur. Hann var t.d. mjög illa ryðbættur í hvalbaknum, stykkinn soðin í og suðurnar ekki einu sinni slípaðar í burtu. Það væri gaman að sjá hvað það verður mikið eftir af honum ef hann yrði sandblásinn. Þessi bíll þarf stótæka uppgerð fyrir mann með ógrynni af peningum tíma og þolinmæði.
Tiundin:
Ég held að maðurinn þurfi að fá sér stærri stofu... :-$
Moli:
Reyndar keypti ég á hann R/T húddið á sínum tíma af Tóta sem gerði upp fjólubláa '70 440 Six Pack Challengerinn, ég kláraði aldrei húddið og lét það fylgja með bílnum þegar ég lét hann frá mér, seinna frétti ég að það hefði kviknað í honum undir húddinu og þessvegna hafi húddið farið svona eins og það fór.
Halldór H.:
Þetta er laukrétt hjá þér Moli,, bílinn þarfnast allsherjar upptektar. Við skulum ekker ræða gólfið í honum, verri riðbætingu hef ég ekki séð um dagana.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version