Þetta með höggin getur verið mótorpúðar, gírkassapúði ofl. Ég er sjalfur búinn að leita mikið að svona skaðvaldi í Landcruiser 80 sem ég á en gengur illa að finna...
Sennilega er best að komast á 4ra pósta lyftu og láta einhvern fylgjast með hvað gerist undir bílnum ef þú rokkar milli Drive og Reverse á smá gjöf og fullum bremsum, ef eitthvað er laust eða ónýtt þá sést það greinilega.
Með startkransinn, þú verður að gæta að því að nægt millibil sé milli startkrans og bendix á startara. Skv leiðbeiningum með nýja niðurgíraða startaranum mínum þá er gott að bilið sé 0,6-1,5mm frá botn á tönn startkrans í topp tannar á startara.. (sjá mynd).
Það er mælt með að nota vír úr bréfaklemmu og stinga á milli til að finna einfaldlega út passlegt bil.
Læt hérna mynd fylgja...