Author Topic: Camaro og 2 vandamál!  (Read 2130 times)

Offline Homer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Camaro og 2 vandamál!
« on: October 17, 2005, 12:57:53 »
Jæja ég ætla að biðja um hjálp núna... Þannig er það að þegar ég gef bílnum svolítið inn að þá kemur rosalegt högg alveg upp í bílinn, sérstaklega þegar hann er kyrrstæður og honum er gefið mikið inn af stað. Er að spá hvort að það sé farin upphengja hjá mér eða kannski eitthvað annað :?  kannski vitið þið það????

Svo er það hitt vandamálið. Þannig er það að startkransinn hjá mér sprakk þannig að ég þurfti að skipta um hann, og núna eftir 3 mánuði þá er hann farinn aftur?? Er ég með svona lélegan startkrans eða er eitthvað annað sem að er að skemma hann? átak? eða eitthver annar hlutur í bílnum?

Vonandi vitið þit svar við þessu! :lol:
P-O-N-T-I-A-C Poor old niggas thinks it´s a Cadillac

Gizmo

  • Guest
Camaro og 2 vandamál!
« Reply #1 on: October 17, 2005, 18:22:35 »
Þetta með höggin getur verið mótorpúðar, gírkassapúði ofl.  Ég er sjalfur búinn að leita mikið að svona skaðvaldi í Landcruiser 80 sem ég á en gengur illa að finna...
Sennilega er best að komast á 4ra pósta lyftu og láta einhvern fylgjast með hvað gerist undir bílnum ef þú rokkar milli Drive og Reverse á smá gjöf og fullum bremsum, ef eitthvað er laust eða ónýtt þá sést það greinilega.

Með startkransinn, þú verður að gæta að því að nægt millibil sé milli startkrans og bendix á startara.  Skv leiðbeiningum með nýja niðurgíraða startaranum mínum þá er gott að bilið sé 0,6-1,5mm frá botn á tönn startkrans í topp tannar á startara.. (sjá mynd).  

Það er mælt með að nota vír úr bréfaklemmu og stinga á milli til að finna einfaldlega út passlegt bil.

Læt hérna mynd fylgja...