Kvartmílan > Almennt Spjall

Í sambandi við sölu/óskast dálkana...

(1/3) > >>

Kiddi:
Er ekki hægt að búa til nýjan dálk fyrir dót til sölu/óskast sem er tengt kvartmílu, finnst orðið of mikið af alls konar rusl bílum og drasli sem hinn venjulegi kvartmílumaður (V8 dúddi) hefur engan áhuga á. Svo þegar maður setur einhverja flotta auglýsingu inn, þá eru einhverjir utanaðkomandi menn (ekki í klúbbnum á ég við) komnir með mann niður listan um leið, með t.d. Suzuki Sidekick, 16" vetrardekk, avensis til sölu o.s.frv.  :x

Er ég einn um þetta eða?? Davíð/Racer/Sniff, ekki koma með einhverja steypu :evil:

Kiddi R.

Einar Birgisson:
Djö---- er ég sammála þér Kiddi þessi kaup/sölu þráður er algjört BS

ÁmK Racing:
Ég styð þetta.Það eru allar alvöru auglýsingum kaffært af einhverju drasli sem okkur langar ekkert í.Kv Árni Kjartans

gstuning:
Er það ekki bara verk admina að deleta þessum póstum þá?

firebird400:
Sko ég hef gert mitt hingað til að eyða öllu sem ekki er tengt kvartmílu,

EN ÉG HEF LEYFT MÖNNUM SEM HAFA VERIÐ EINHVAÐ VIRKIR HÉRNA Á SPJALLINU AÐ AUGLÝSA SITT,

þegar ég hef eytt þeirra póstun þá hef ég fengið þvílíkt skítkast, sko þvílíkt.

Ég held að þig gerið ykkur ekki grein fyrir því hve mikið af innleggjum ég hef verið að eyða daglega til að halda þessu svona þolanlegu, stundum yfir 20 á dag, en að jafnaði 7-10. Það er á dag ath.

Ég styð þessa tilögu ykkar algjörlega, hér á bara að auglýsa það sem er beint tengt sportinu

Og það að menn ættu að þurfa að leggja auglýsinguna inn til samþykkis áður en hún fær að byrtast á spjallinu.

En þetta er ekki lengur undir minni umsjá, nú þurfa aðrir að taka á þessu, ég segji bara gangi þeim vel.

Takk fyrir mig

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version