Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Gísli Camaro:
er þetta framkvæmanlegt. er uppbyggingin ekki sú sama á diesel túrbó og bensín túrbó. er dieseltúrbínan kannski byggð upp fyrir minni sn eða?
Nóni:
Sæll Gísli, forþjöppur fyrir díselvélar eru yfirleitt með önnur stærðarhlutföll á púst og þjapphúsi. Loftaukatalan er ekki sú sama fyrir bensín og dísel og svo snúast þær ekki eins mikið þannig að þetta er yfirleitt annað setup. Hins vegar getur vel verið að þig vanti ekkert sérlega mikið loft, ætlir bara aðeins að hressa upp á vélina þá er ekkert óhugsandi að þú fengir eitthvað út úr því.
En hver vill það svosem þegar hann getur fengið helling af krafti úr góðu setöppi.
Kv. Nóni
Gísli Camaro:
takk fyrir uppl nóni :)
gstuning:
Fer eftir hvað þú ert með
t,d væri túrbína af dísel trukk með um 500hö frábært á bensín vél sem er planað að tjúna í 270-370hö,
Það er búið að vera mikil meiri framgangur í túrbínum í dísel bíla heldur en bensín,,
svo það komi fram þá skiptir miklu máli að vera með opið púst og opna túrbínu, þ.e vel flæðandi túrbínu,
Gísli Camaro:
þetta var svarið við öllum mínum spurningum.ég er nefnilega með úrbrædda 2,4 díesel vél með nýrri túrbínu. ég var bara að pæla hvort ég gæti ekki farið að gera e-h tilraunir. :lol:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version