Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac Lemans 69-71

(1/2) > >>

Heddportun:
Man einhver eftir Pontiac lemans Hvítur með 350,ssk árgerð um 69-71 árgerð man það ekki alveg

Jón Ölver Magnússon í Hafnarfirði átti hann þegar Gísli í Mosó keypti hann,seldur Arnari og svo Teit

Veit einhver hvort þessi bíll sé til í dag?

Kiddi:
Held að þetta sé bíllinn sem Kristófer og Keli eiga (flug og geymfaramálun íslands)..... Þ.e. '71 Lemans

Heddportun:
já það getur passað eru til einhverjar myndir af honum
i núverandi ástandi eða gamlar?Takk

Kiddi:
Hann er orðinn slappur... Er rauður með hvítum vinyl topp... Hann er samt með hvítt lakk undir vinyl toppnum, 350, auto og drapplitaður að innan.

Jón Ölver Magnússon:
Hann endaði í ljónagryfjunni í Hafnarfirði þessi bíll því miður.Hann var árgerð 1968 hvítur bæði að innann sem utan.Ég keyptan 1980 að mig minnir og hafði hann í eitt ár.Ég sá hann í ljónagryfjunni svona ári eða tveim eftir að ég lét Gísla hafa hann og var það ryð sem gerði út af við hann.Ég á því miður engar myndir af þessum bíl en myndi glaður þiggja myndir ef einhver á.
Kveðja Jón Ölver Magnússon.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version