Author Topic: fáránlegt lesið þetta  (Read 7229 times)

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« on: September 08, 2005, 17:16:15 »
Camaro er Amerísk fyrirbæri. Furðulega lágvaxinn en löng kvikyndi. Camaró er auðþekktur á einu: Þeir liggja oftast bensínlausir út í vegkanti, þó aðallega á sunnudagsmorgnum seint í mánuðnum. Til að eiga Camró þarf ekki mikið, aðallega bensínstöð og dráttarbíl til að draga Camaróinn bensínlausan heim.
    Líkt og með flestar bílategundir þá flokkast síðan Camaró í margar undirtegundir. Því miður hef ég ekki kunnátu til að rekja þæt allar en mörgum þykir þó Camaró að nafni "SS" laglegastur af þeim öllum. (héðan í frá mun hann vera kallaður "Pulsucamró, s.b. Sláturfélag Suðurlands).
    Camaró er þekktur fyrir (eins og flestir amerískir bílar) að hafa hið svokallað "American Muscle". (þýtt amerískir vöðvar). En eins og staðan er í Bandaríkjunum er í dag er réttast nær að kalla Camaróinn "American Overweight" Hann er latur, þungur og seinn í förum. Hinn littli og knái Japani hefur ekki mikið fyrir því að ganga frá einu stykki Camaró. Þrátt fyrir það skal þó umgangast Camaró af virðingu. Hann getur verið mjög skapstyggur og úrillur. Það þarf að nálgast hann með varúð og í akstri skal forðast snöggar hreyfingar, annars gætir þú átt stefnumót við ljósastaur. Camaró er því ekki á færi allra að aka. Vegna þess hversu erfiðar viðureignar hann er þarf mikla þjálfun og hæfileika til að keyra hann (sérstaklega ef þú ætlar að ná næstu bensínstöð)
    Camaró metur fjölskyldugildi mikils. Hann heldur góðu sambandi við bróður sinn, Corvettuna, og hafa þeir lengi eldað grátt silfur saman. Fundist hafa vísbendingar um að þeir bræður séu með áætlun á prjónunum um morð á erkióvininum: Trans-Am. Hvernig þeir ætla að fara að því er óljóst en þó gæti farið að þeir fá hjálp frá frænda sínum: Mustang GT.
    En Camaróinn hefur þó tvö andlit. Samkvæmt ungum Daewoo sem ég átti tal við sást til hans í Öskjuhlíðinni ásamt Pontiac Fiero, litla bróður Trans-Am. Það er því ljóst að það er hörð barátta framundan í heimi Amerískra bíla...
Tanja íris Vestmann

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #1 on: September 08, 2005, 17:21:20 »
HaHa...Tekið af Mazdang

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #2 on: September 08, 2005, 17:22:38 »
????

Sá sem skrifaði þetta er sennilega með IQ upp á ca 80. Ég sé strax eftir þessum stutta tíma sem fór í að lesa þetta.  Ég hefði getað notað hann í eitthvað uppbyggilegra eins og að snyrta nefhárin.

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #3 on: September 08, 2005, 17:24:16 »
Imprezur (Japanskus Draslus) eru Japanskar að uppruna.Þær tilheyra flokknum Hnakkus Bílus ásamt Hondu Civic og Chevy Camaro.  Þær eru meinlausar einar og sér og ef þú rekst á eina á rúntinum þá er ekkert mál að ganga frá þeim. En Imprezur eru hópdýr og veiða í flokkum. 3-4 saman og þetta eru drápsvélar. Vitað er að 2 Imprezur gengu frá Corvettu á mettíma (Corvettur eru Amerískir grasbítar og lifa aðallega í Miðríkjum BNA). Á veturnar má finna Imprezur aðallega í Grafarvogi, Selfossi Egilsstöðum og Hornafirði (Að vísu sást til einnar á Hornströndum en menn telja að hún hafi fokið þangað í óhagstæðum vindum.) Á sumrin flykkjast þær í tugum vestur á boginn og stefna aðallega á Laugarveginn, Hafnafjörð og Aktu Taktu v/Sæbraut.
    Auðvelt er að næla sér í Imprezu. Þær eru yfirleitt mjög utan við sig og ekki með mjög góða spyrnu. Þær eru þekktar fyrir kæruleysi og háa bilanatíðni. Lengi gékk sú saga að bílaflokkur að nafni Toyota (Lélegus Apparatus) hafði þurrkað út Imprezuflokk sem var á leið austur, en engin rök hafa fundist fyrir því.    
     Imprezur lifa aðallega á hárgeli, FM 957, hnökkum og landsbyggðapakki. Þessi bílategund hefur fjölgað sér hratt og vilja menn meina að Honda Civic (Algjerus Beyglus) sé að deyja út. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Imprezur veit enginn (nema kannski Svali á FM)

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #4 on: September 08, 2005, 17:28:54 »
Mitt álit á Hondum..    
Þær sökka. Sko í alvöru, spáið bara í því. Göturnar eru yfirfullar af þessum fokking piece of lame ass crap sem er eins og þær hafi verið mótaðar úr álpappír og innréttinginn límd í með UHU lími. Svo eru þessir hondu eigendur sem láta eins og bíllinn þeirra sé "the most powerful beast on the planet". Til að undistrika þetta þá er ég með litla sögu:
Ég og félagi minn vorum á rúntinum á Sæbrautinni á "El Mazdang". Á ljósunum hjá Höfða kemur Civic "tæp-err" (sem er btw algjör beygla) með væng eins og bókahillu aftaná og pústið var álíka í þvermál og páskaegg nr 10. Núnú hann þenur kvikindið og ekki laust við að við félagarnir glottum, svo ansalegt var hljóðið í þessum "Tæp-err". Ég þen alla 75 hestana í mínum (reyndar var sá nr 34 eikkað slappur, var búinn að vera með flensu greyiið) bara svona upp á grínið, enda leggst ég ekki svo lágt að spyrna við Hondur. Svo kemur gula ljósið og Hondu-guttinn kemur sér í stellingar. Græna ljósið og.....og...og...og.....HANN DREPUR Á BÍLNUM!!!. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið. Ég get svarið það, það munaði engu að ég pissaði á mig!!. og til að nudda aðeins salti í sárin hjá honum þá horfi ég á hann og fylgist með honum seta í gang aftur og horfi á eftir honum mökka af stað með glataða sjálfsvirðingu. Fokking lúði mar. Svo kemur það besta: Hann verður á undan að næstu ljósum en ég keyrði bara á bingó 60 km/h. Þannig að þegar ég er að koma að ljósunum þá kemur grænt og ég yfir og framúr "tæp-err-inu" MUHAHAHAHA.
Jæja, þetta var svona smá útúrdúr. Eina ástæðan fyrir því að menn kaupa sér Hondu Civic er sú að það er hægt að gera allt við hann og komast upp með það. Ég hef séð Hondu sem búið er að breyta fyrir rúma milljón: Sjónvarp, hátlara, bassabox, tweetera, keilur og jú neim it. Svo utan á hann var búið að klína "catfish" kitti (oj) og þvílíkum væng, blingbling felgum og xenon perum. Ég var svo "heppinn" að fá að taka í þennan bíl. ég tók smá hring á honum og ég get bara sagt að mér leið illa. Strákurinn sem átti hann var búinn að opna út á honum pústið og mér leið eins og ég væri að keyra gamlan Citroen með bilaðan hljóðkút. Þetta kvikindi var vita kraftlaust og þetta svokallað "V-TECH" er mesta drasl sem ég hef kynnst. "V-TECH" virkar víst einhvernveginn þannig að þegar snúningur vélarinnar fer yfir ákveðinn þröskuld (segjum c.a. 4500-5000rpm, man ekki alveg) þá breytist opnun og lokun ventlanna, kann ekki að útskýra það almmennilega því mig langar eila ekkert að vita hvernig það virkar. Anyway þá ætla ég að prófa þetta "mighty" V-TECH. Ég gef honum inn og: AHAHAHAHAHA þvílíkt drasl, það var eins og vélin hnerraði. Þarna missti ég allt álit á þessum "bílum".
En þetta er bara mitt álit og ef einhverjum Hondu guttum mislíkar þessi pistill þá geta þeir bara hoppað upp í boruna á sér, eða selt Honduna sína og fengið sér eikkað annað.....
 


Tekið af sömu síðu.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #5 on: September 08, 2005, 18:01:03 »
hehe vel orða MrManiac með fyrri póstinn og fínt er þegar menn veita skot á eiginn bílaeign ;) , annars áttiru sérstakan civic enda 1800cc.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #6 on: September 08, 2005, 18:08:05 »
ég skrifaði þetta ekki. Þetta er tekið af WWW.blog.central.is/mazdang

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #7 on: September 08, 2005, 19:20:21 »
mig langar nú bara að vita hvernig bíl þessi mazdang er á. Reikna samt með að það sé mazda haha.
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: fáránlegt lesið þetta
« Reply #8 on: September 08, 2005, 19:52:06 »
Quote from: "Tanja"
....Camaró metur fjölskyldugildi mikils. Hann heldur góðu sambandi við bróður sinn, Corvettuna, og hafa þeir lengi eldað grátt silfur saman. Fundist hafa vísbendingar um að þeir bræður séu með áætlun á prjónunum um morð á erkióvininum: Trans-Am. Hvernig þeir ætla að fara að því er óljóst en þó gæti farið að þeir fá hjálp frá frænda sínum: Mustang GT....


Ja hérna.  Sá/sú sem skrifaði þennan texta hefur ekki mikla þekkingu á amerískum bílum.  Camaro og Firebird (Transam) eru náfrændur.  Þeir eru meira að segja svo skildir að það er spurning hvor það hafi verið framhjáhald í fjölskyldunni, en genin eru nánast þau sömu (sérstaklega 3ja og 4ja kynslóð).

Mustang er sem betur fer ekki úr sömu fjölskyldu, en fær stundum að keyra á eftir aðilum úr hinni virðingarverðu GM fjölskyldu ;)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #9 on: September 08, 2005, 20:17:38 »
greinilega að eigandinn/ritarinn sé DODGE fan.


maðurinn blaðrar um neikvæða frá GM og Ber FORD við GM og gleymdi DODGE :x
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
fáránlegt lesið þetta
« Reply #10 on: September 08, 2005, 20:43:05 »
Quote from: "Gísli Camaro"
mig langar nú bara að vita hvernig bíl þessi mazdang er á. Reikna samt með að það sé mazda haha.


Skráningarnúmer:    JH690
Tegund:                         Mazda
Undirtegund:               323
Litur:                            Blágrænn
Fyrst skráður:               19.10.1994

Offline jeppakall

  • In the pit
  • **
  • Posts: 93
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #11 on: September 08, 2005, 21:42:03 »
Þessi drengur er örugglega ekki eldri en 17 vetra ef maður miðar við frásagnarstílinn. Þess vegna tek ég nú ekki mikið mark á þessu.

Hann minnist ekkert á Dodge sem þýðir bara það að hann veit ekki mikið um annað en Hondur, Subaru, Camaro, og Firebird og virðist ekki sjá mikinn mun á þessum bílum. En eitt sést greinilega, það er ástríðan á hans eigin bíl sem er Mazda og þeysist um götur borgarinnir með sín 75hö!
Bara kítta´etta marr

Offline dart75

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 400
    • View Profile
snild
« Reply #12 on: September 09, 2005, 12:36:24 »
hahahahahah þetta er bara með þvi fyndnara sem eg hef lesið lengi :lol: er samamála mrmaniac um þessar japönsku hnakka druslur með þessar hálf átta vélar og hrísgrjón fyrir bensín
Guðjón Leví
Dodge Dart 360
chevy camaro 01 cowl,moser 12 bolt oflofl

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
fibl
« Reply #13 on: September 09, 2005, 13:13:46 »
Quote from: "Gísli Camaro"
mig langar nú bara að vita hvernig bíl þessi mazdang er á. Reikna samt með að það sé mazda haha.


já og sennilega leyfa foreldrar hans honum ekki að kaupa kraftmikinn bíl svo hann drullar yfir þá sem eiga þá - öðrum orðum fíbl.  :twisted:
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #14 on: September 12, 2005, 01:09:39 »
Er einhver ný sýra sem fólk er að taka þessa dagana? ef svo er sturtið þessu í klósettið þvílíkt bull og þvæla.

Svona til þess að fara niðrá sama plan og þessi umræða er, þá hefur mér alltaf fundist Camaro vera bíll karlmannsins en trans am vera svona meira fyrir glamor lið eins og kerlingar og homma , en það er bara mín skoðun  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #15 on: September 12, 2005, 10:18:12 »
:lol:
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #16 on: September 14, 2005, 08:10:13 »
crazy shit :shock:  :lol:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #17 on: September 14, 2005, 09:39:12 »
Quote from: "adler"
Er einhver ný sýra sem fólk er að taka þessa dagana? ef svo er sturtið þessu í klósettið þvílíkt bull og þvæla.

Svona til þess að fara niðrá sama plan og þessi umræða er, þá hefur mér alltaf fundist Camaro vera bíll karlmannsins en trans am vera svona meira fyrir glamor lið eins og kerlingar og homma , en það er bara mín skoðun  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:


ertu á lausu elskan?
Einar Kristjánsson

Offline CamaroGrl

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
    • http://www.blog.central.is/camarogrl
fáránlegt lesið þetta
« Reply #18 on: September 14, 2005, 12:39:59 »
Quote from: "adler"
Er einhver ný sýra sem fólk er að taka þessa dagana? ef svo er sturtið þessu í klósettið þvílíkt bull og þvæla.

Svona til þess að fara niðrá sama plan og þessi umræða er, þá hefur mér alltaf fundist Camaro vera bíll karlmannsins en trans am vera svona meira fyrir glamor lið eins og kerlingar og homma , en það er bara mín skoðun  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:


Þetta fannst mér líka með Camaroinn þangað til að ég eignaðist minn, langaði altaf í Trans Am áður en ég kynntist mínum Camma.
CamaroGrl

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
fáránlegt lesið þetta
« Reply #19 on: September 14, 2005, 17:50:34 »
Quote from: "einarak"
Quote from: "adler"
Er einhver ný sýra sem fólk er að taka þessa dagana? ef svo er sturtið þessu í klósettið þvílíkt bull og þvæla.

Svona til þess að fara niðrá sama plan og þessi umræða er, þá hefur mér alltaf fundist Camaro vera bíll karlmannsins en trans am vera svona meira fyrir glamor lið eins og kerlingar og homma , en það er bara mín skoðun  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:


ertu á lausu elskan?



einar þú hlítur samkvæmt þessu að vera tvíkynhneiður :wink: bæði camaro og firebird í skúrnum
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967