Ég er hrikalega hissa á þessu röfli þó að ég ætti sennilega ekki að vera það, laun heimsins eru vanþakklæti. Ekkert smá sem menn geta bullað og röflað um eitthvað sem er alveg borðleggjandi, raunar ekki svaravert því að menn sem hafa hæst hér hafa ekki skilað sér uppeftir í sumar og ætla allt í einu að fara að koma núna og gera rosa stóra hluti.
Það er dimmt rétt eftir kl. 21:00 þannig að þá á eftir að taka niður búnaðinn og ganga frá, svo er líka farið að falla á brautina þannig að hún verður rök.
Ég var að spá í að stinga upp á sunnudeginum eftir að ég sá veðurspána en ég veit ekki hvað mér á að finnast eftir það sem ég hef lesið hér. Hvað finnst ykkur?
Það er búið að halda helling af æfingum í sumar og það hefur tekist nokkuð vel, ekki eins mikil mæting og síðustu sumur en það er það sama að segja um keppnirnar. Kannski voru það mistök að færa þetta yfir á fimmtudaga en þá verðum við bara að taka á því á næsta ári, við ákváðum að gera þetta svona og sameina þannig fundi og æfingar, sennilega mistök en við þurfum að taka á því og finna eitthvað betra út úr þessu.
Kv. Nóni