Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Auto Glym, ekki gera sömu mistök
frikkiT:
Ég notaði Auto Glym áklæða-sprey á áklæðin í bílnum mínum um daginn til að losna við lykt, bletti og smá skít. Virtist virka fínt og eftir að ég úðaði yfir allt heila klabbið strauk ég yfir með þurrum klút. namm... nú lyktaði bíllinn hreinn að innan.
En svo hafa dagarnir liðið og ekki hefur þessi hreinsiefnalykt ennþá horfið úr bílnum! Fjandans fnykurinn situr fastur í áklæðunum og angar allur bíllinn. Í miklum hita magnast lyktin upp og þegar setið er lengi í bílnum fær maður hreint út sagt hausverk af lyktinni. Ég hef fengið slæm komment á þennan óþef og þætti vænt um að losna við hann.
Vill bara benda ykkur á þetta og ég vona að þið gerið ekki sömu mistök og ég, argasta vesen.
Nú spyr ég ykkur: Hvernig get ég losnað við lyktina, ég hef reynt að lofta allsvakalega og keyra með opna glugga? Gerði ég eitthvað rangt þegar ég notaði hreinsiefnið sem varð til þess að þetta festist svona?
HJÁLP
Firehawk:
Ég notaði einu sinni Auto Glym leðurvörur á leðursæti. Það var skelfilegur fnykur í bílnum í meira en ár á eftir. Ég get ekki mælt með þessu drasli!
-j
1965 Chevy II:
Prufaðu gamla húsráðið,settu skál með edik í bílinn og láttu standa í tvær nætur í skúrnum.
Rífur ótrúlegasta óþef í burtu.
Giggs113:
Án gríns virkar það ég keypti mér nefnilega bíl um daginn sem var áður hundabíll og ég er búinn að fara með bílinn í djúphreinsun og alles en það virkar ekkert til þess að losna við lyktina :x
kiddi63:
Ég átti Toyotu sendibíl og fór með beitningabala vestur á Grundafjörð, það var ekki beint "smekklegur" fnykur í bílnum á eftir, þetta var í sætunum og allstaðar, ég skúraði og skrúbbaði en ekki gekk. :cry:
Þá fór ég upp í Rekstrarvörur upp á höfða og fékk eitthvað efni sem gjörsamlega tók þessa fýlu burt, meira að segja reykingalyktin minnkaði.
Því miður bara man ég ekki hvað þetta efni heitir en talaðu bara við þessa kappa,
Svo er örugglega í lagi að prufa Edik.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version