Ég bara trúi því ekki að stjórnin taki þá ákvörðun að fresta keppni til þess að halda bílasýningu ( hvaða tæki verða á sýningu ?)
Ef svo er af hverju er þá verið að gefa út keppnisdagatal og svo segja að það rigni þessa helgi.
Á nú endanlega að ganga frá kvartmílunni.
Ef ekki sést til sólar hjá stjórninni þá á hún að segja af sér og fá bjartsýna menn/konur til þess að stjórna klúbbnum.
Kv Davíð
Davíð minn, þú ættir nú að vita betur en svo, að til þess að halda kvartmílukeppnir, þurfum við peninga, og til þess að ná í peninga þurfum við fjáröflun. Keppnirnar eru kostaðar af peningum sem koma m.a. af bílasýningu þar sem keppnirnar hafa yfirleitt síðustu ár verið reknar með tapi, einnig þarf að ljúka við að greiða skuldir vegna framkvæmda síðasta árs svo og koma félagsheimilinu í gang og fleira.
Þannig að það er stjórnin sem er að gera allt til þess að halda lífinu í kvartmílunni, sem sagt: engin sýning = engin kvartmíla.
En lífið er bara þannig að sumir vilja bara njóta fyrir sig og leggja lítið sem ekkert af mörkum, þeim líður bara illa og setja út á allt sem stjórnin gerir, en sumum líður best illa og við reynum eftir fremsta megni að taka tillit til þeirra.
Tóti