Það er heldur ekkert sport við að vera með turbínu eða nítró og skrúfa svo bara upp í því,það geta allir látið bínu blása meira eða sett stærri spíssa á nítróið
Fyrst að fá max afl útúr vélinni svo traction og svo að pæla í power adders
Þetta er ekki alveg rétt. Power adder á ekki að vera after thought. Vélin á að vera smíðuð með power adders í huga í upphafi.
Þú smíðar ekki heitan N/A mótor og skellir svo á hann blásara, mikið betri árangur sem næst ef allt sem sett er í mótorinn er hugsað fyrir blásarann.
Það geta allir hækkað boostið aðeins og svoleiðis, en það er bara svo miklu miklu meira á bakvið þetta en bara það. Það er takmarkað sem gerist ef menn hækka bara boostið, allt kerfið þarf að vinna rétt.
Það er heldur ekkert sport í því að smíða heita N/A mótora ef maður hugsar svona. Það getur hver sem er sett heitari knastása og keypt sér flott hedd... Útkoman er bara ekki sú sama.
Small block mótor með túrbó getur skilað yfir 1000 hestöflum á götubensíni og samt gengið góðan lausagang, og verið overall góður götumótor. Þetta er einfaldlega ekki hægt N/A.
Það er bara staðreynd að það eru til betri leiðir til að dæla lofti heldur en að nota stimpla og cylendra.