Ég myndi nota 200 skiptinguna, þú þarft bara að láta preppa hana aðeins til að hún haldi auðveldlega vel við ferskann 350, í ameríkuhrepp eru menn jafnvel að nota hana við 455....
Ætlar þú nokkuð að setja Cheví í hann ? Er hann ekki með Oldsmobile 307 mótor original ?
Einn kostur 4ra þrepa 200 skiptingunnar (ef þú ætlar í Chevy) er að hún passar á allar GM vélar, bæði Chevy og Buick, Olds, Pontiac og Cadillac.
Þú færð eflaust leiðinlegan bíl útúr því að setja í hann 3ja þrepa skiptingu, nema þú skiptir líka um hlutfallið í hásingunni. Þetta er blýþungt teppi sem á að geta lullað "First Class" á 100+ km hraða með mótorinn á hægum snúning, haltu því þannig. Sama hvað þú gerir við hann þá verður hann seint reyk-hring-spólandi Camaro eða Corvetta ef þú ert að spá í að komast í þá deild.
Ef þú vilt endinlega nota 3 þrep, þá minnir mig að 350 skpiptingin passi beint í staðinn fyrir 200 4ra gíra, sama drifskaft og lengd, en festingin (púðinn) er eitthvað aðeins aftar minnir mig.
En það er gott að fleiri en ég eru að skrúfa Olds..