Kvartmílan > Almennt Spjall
Æfingar á föstudaga..
gtturbo:
Þetta var MIKLU betra þegar þetta var á föstudögum. Þetta er alveg búið að vera dautt síðan þetta var fært yfir á fimmtudaga. Beint yfir á föstudaga aftur og þá mætir fleira fólk bæði til að keyra og horfa sem hlýtur að skila klúbbinum meira í kassann.
JHP:
Hvaða drykkju er verið að tala um?
Eina sem ég sá í fyrra var einn og einn maður sem hélt á bjór og ekki var ég var við neina ölvun.
1965 Chevy II:
Þið verðið að ath að Íslendingar eru svo kúltíveraðir,það má ekki drekka bjór á almannafæri hvað þá á kvartmílukeppni jeminn eini :shock: allstaðar í heiminum er seldur bjór á keppnum af ýmsu tagi (meir að segja Formúlu 1)í ómældu magni til að styrkja félöginn,en á hinu frábæra Íslandi onei nei mátt ekki einu sinni koma með þinn eiginn án þess að liggja undir ámælum.
Skál.
Racer:
--- Quote from: "Ziggi" ---Davíð og Ingó eru nú í þjáflun við að bösta fólk að drekka :wink:
--- End quote ---
það gekk svoldi illa þessi þjálfun miðað við eina helgi á ári bönnum við mönnum að drekka og hinar mælum við með drykkju þó það skiptir voða litlu fyrir okkur.. við fáum samt jafn mikið borgað fyrir vinnuna :D en auðvita er skemmtilegra að stoppa slagsmál og fleygja fólki út á gangstéttina eða hirða áfengi við aðkomu á skemmtistað :D
verið er að ræða um menn og keyra drukknir.. lögreglan var ekki fljótt að mæta í fyrra í þessi 2 eða 3 skipti sem grunur lék á drukknum ökumanni.. kannski ekki grunur þar sem ökumenn sáust drekka drykk merktan þekktu bjór fyrirtæki.
menn mega auðvita koma með kaldan ef þeir hafa driver og fleygja ekki flöskum og bjórdósum niður.. auðvita hafa menn sést drekkandi uppá braut á þessu ári.. ég tók mig til og fór í dósasöfnun fyrir 2 vikum og fann 5 bjórdósir :D .. 9x5 = bensín til að keyra :D
p.s. meira segja er pilsner uppá braut til sölu en menn eru voða hræddir að versla þannig í þessari ágætu sjoppu okkar hehe.
firebird400:
Ég man ekki betur en að það hafi alltaf verið krakkar á fullri ferð að hirða upp dósir eftir menn þegar það bar sem mest á drykkju þarna, hvort sem það var undan áfengum drykkjum eða gosdrykkjum, og höfðu þeir bara gott og gaman af því.
Burt séð frá því hvort að við komun til með að fá ólátabelg eða hálvita með víni inn á milli þá verðum við fyrst og fremst að hugsa um aðsóknina
Það var betri aðsókn á föstudögum og við verðum ekki að keppa um ath manna við ak-inn svokallaðann eða aðrar samkomur sem hafa verið haldnar á fimmtudögum hingað til.
Fyrir minn part þá eru föstudagar líka hentugri vegna þess að ég klára vinnu fyrr þá en ég geri á fimmtudögum. Það er vonlaust að vera að vinna til 19-20 og ætla þá að fara koma sér upp á braut :?
Föstudaga, ekki spurning :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version