Sælir kæru kvartmílumenn/konur. Er með eina, tvær spurningar varðandi mótorhjól.
Ég eins og margir aðrir er að fara að taka mótorhjólapróf og eftir að maður hefur fengið þannig próf má að sjálfsögðu ekki keyra kraftmeira hjól en 25KW (33hö). Ég rakst á þessa sniðugu síðu þar sem bent er á mörg hjól sem eru ekki meira en 25KW:
http://www.timberwoof.com/motorcycle/faq/25kWbikes.htmlÞarna eru einnig hjól sem merkt eru með * og eiga þau að vera kraftmeiri en 25KW ef ekki restricted. Ég er búinn að fletta í gegnum listann soldið og hef komist að því að sum hjólin eru allt uppí 111 hö! unrestricted, t.d. Kawasaki ZX-6R Ninja hjólið.
En spurningin er þessi:
Eins og gefið er fram á listanum er hægt að taka t.d. ZX-6R hjól og restricta það niður í 33hö á meðan ég er með grunnprófið í mótorhjólum en svo eftir 2 ár taka það af þannig að öll 111 og hö skili sér? Eða er ég að misskilja þetta? Hvernig er vélin restricted, er það flókið? Endilega segið mér allt sem þið vitið um þetta mál.
Takk fyrir