Author Topic: Viðhorf  (Read 2829 times)

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Viðhorf
« on: August 18, 2005, 09:20:37 »
"Fólk getur breytt lífi sínu með því að breyta viðhorfi sínu" William James.

Ég set þetta hér til að benda mönnum á að rétt viðhorf gerir lífið skemmtilegra. Það fer fyrir brjóstið á mér að "margir" í þessum klúbb tala um reglur og keppnisfyrirkomulag daginn inn og daginn út, eru flestir með skýringar á flestu sem gerist hér í klúbbnum. Í mínum huga er þetta fyrirsláttur manna sem sjaldan og aldrei taka þátt í einu eða neinu en myndu að sjálfsögðu standa sig vel ef þeir gæfu klúbbnum smátíma.

Keppnisreglur eru aukaatriði, að keppa er aðalatriðið.
Ég er búin að vera súkkulaðikleina í OF í tvö ár og það er bjánalegasta brakket sem ég veit um. Ég tók þátt í 10.90 síðast, startaði á jöfnu með raunverulegan möguleika á að vinna, enn það sem kom mér á óvart var hvað það var erfitt, ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Það breytist að sjálfsögðu því ég keppi aftur. Mjög gaman að þessum flokk, mjög gaman að eiga raunverulegan vinningsmöguleika á eigin verðleikum og getu.

Heads up racing menn hugsið um það ! Stórir mótorar einoka ekki þessa flokka, hver og einn kemur sér fyrir þar sem hann/hún hefur efni á að keyra og það þarf ekki að vera sífelt að auka kraftinn til að halda í við andstæðingana.

Það væri gaman að þeir sem tóku þátt í þessum flokkum myndu reyna að tjá sig um tímabilið hér á netinu.
 
stigurh

Offline Ó-ss-kar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 124
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #1 on: August 18, 2005, 10:17:20 »
allavega fyrir minn smekk , þá fannst mér þetta með slappari tímabilum.

get bara ekki að því gert að mér finnst þetta bracket system hundleiðinlegt. Enda hef ég ekki mætt svona illa á æfingar/keppnir áður og þá ekki einu sinni til að horfa á.

Mér fannst vanta þónokkra sem voru fastir í fyrra t.d :/ en já þetta er bara mín skoðun á þessu
Chevrolet Camaro Z28 M6 '02, SpongeBob Racing.


Óskar 865-1458

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #2 on: August 18, 2005, 11:49:01 »
Ég þekki ekki gamla fyrirkomulagið þar sem ég er nýr í þessu sporti og ég er bara búinn að taka þátt í einni keppni og vildi að þær hefðu verið fleiri þó hef ég verið duglegur að mæta á æfingar og einu sinni aðstoðað upp á braut (var ræsir). Mér finnst þetta frábært þó svo að ég sé ekki bestur í mínum flokki enda er ég bara að mæta til að vera með og hafa gaman af OG TIL AÐ STYRKJA KLÚBBINN. Ég vona að fólk fari að hætta þessari fýlu út í flokkana og prufi nokkur skipti áður en það fer að dæma.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Ó-ss-kar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 124
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #3 on: August 18, 2005, 12:13:18 »
þetta er engin fýla í manni , veit að það vantar marga frá t.d suðnesjum sem voru í fyrra. Ég sagði bara mér finnst þetta mun leiðinlegra en var.

Sem sagt ég er búin að prófa og fannst ekki eins gaman , svo einnig fannst mér mest gaman þegar æfingarnar voru á föstudögum :)
Chevrolet Camaro Z28 M6 '02, SpongeBob Racing.


Óskar 865-1458

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #4 on: August 18, 2005, 13:11:43 »
Ekki taka þetta persónulega ég er alls ekki að dissa þig eða beina neinu til þín. Ég er alveg sammála þér að mér fannst og finnst föstudagar koma mun betur út líka vegna þess að það er svo mikið að gerast á fimmtudögum. T.d. er þessi bílahittingur upp á bíldshöfða örugglega að taka mikið frá okkur. En þetta er bara mín skoðun.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #5 on: August 18, 2005, 17:45:46 »
mér finnst að menn ættu ekki að kvarta undan að fólk mættir ekki af tilteknum svæðum.. bara segja þeim frá æfingum og keppnum (eflaust vita margir ekki af þessu)

p.s. að vísu eru sömu fýlupúkar sem mæta ekki fyrr en sportið er löngu dautt og vilja þá byggja það upp aftur en til hvers? það væri dautt og engin nennir að koma þá nema þessi litlu hópur sem situr á gatinu og brosir að þeir né vinir þeirra koma ekki og halda að þeir hafa unnið baráttuna.

ég hef keyrt þetta löglega sport síðan 2002 þegar ég keppti á akureyri og komast að því hversu skemmtilegra er að vera á ljósatréi en gatnamála ljósum niðrí bæ , gerðist staff þegar ég sá frammá að þetta sport deyr fljótlega ef menn koma ekki , meðan sportið lifir þá mæti ég uppá braut.. ef það deyr þá fer maður bara eitthvert annað til dæmis annað lands að fylgjast með en alltaf er best heima fyrir ;)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Ó-ss-kar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 124
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #6 on: August 18, 2005, 18:09:05 »
Þarna kemur það aftur með þetta "fýlupúkadæmi" hann stigur byrjaði greinina á skoðunum fólks og þetta er mín , það var mun fjölmennara í fyrra , ég vill hafa það að kraftur skipti máli , þó að ég sé ekki að reyna koma bílnum mínum upp í 500+ hestöfl.

Þetta var bara mín skoðun og mér fannst mikklu meira gaman í fyrra heldur en nokkurntíman núna , en það breytti ekki því að ég borgaði gjaldið í klúbbin og vill vera með til að halda þessu gangandi , en það þíðir ekkert að vera skjóta á að fólk sé fýlupúkar eða félagsskítar vegna þess að það fíli ekki þetta fyrirkomulag.

Ég fylgi alveg þessu prgogrami ef ekkert annað bíðst.
Chevrolet Camaro Z28 M6 '02, SpongeBob Racing.


Óskar 865-1458

Offline Óli Ingi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 477
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #7 on: August 18, 2005, 23:15:02 »
Ég hvet nú bara alla sem hafa áhuga á þessari íþrótt að koma og horfa á og fyrir þá sem eiga bíla eða hjól að keppa sem hafa tök á því, ég bý nú norður á húsavík og síðustu 4 ár hef ég mætt á 4 til 5 keppnir á sumri til að horfa á, vakna hress og spenntur á laugardagsmorgni og brenni suður til að horfa á
og heim aftur eftir keppni og finnst það mjög gaman, nema kannski í 2 skipti að það fór að rigna en það er bara gangur lífsins! svo lét ég verða af því í sumar að koma keyrandi suður á mínum ameríska 2 tonna hlunk, og fór með 15 þúsund í bensín á leiðinni suður sem er bara snilld og ég sá ekkert eftir því ofan í hann! mætti á æfingu á fimtudegi, tók 10 feðir! hrikalega gaman, svo á keppni á laugardegi, og ég get sagt með góðri samvisku að þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert að fara á rúmum 14 sek, niður brautina. Kom bara til að vera með og prófa. Og ég vil nú bara hæla og þakka kvartmíluklúbbnum öllum þeim sem eru í þessu sporti fyrir þau góðu störf sem hafa unnist þarna upp á braut! Þið eigið heiður skilið strákar, standið ykkur vel  :D
Chevrolet Camaro 73 Z28
Chevrolet Vega 71


Ólafur Ingi Þorgrímsson

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
Viðhorf
« Reply #8 on: August 19, 2005, 01:23:36 »
Quote from: "ChargerSE"
Ég hvet nú bara alla sem hafa áhuga á þessari íþrótt að koma og horfa á og fyrir þá sem eiga bíla eða hjól að keppa sem hafa tök á því, ég bý nú norður á húsavík og síðustu 4 ár hef ég mætt á 4 til 5 keppnir á sumri til að horfa á, vakna hress og spenntur á laugardagsmorgni og brenni suður til að horfa á
og heim aftur eftir keppni og finnst það mjög gaman, nema kannski í 2 skipti að það fór að rigna en það er bara gangur lífsins! svo lét ég verða af því í sumar að koma keyrandi suður á mínum ameríska 2 tonna hlunk, og fór með 15 þúsund í bensín á leiðinni suður sem er bara snilld og ég sá ekkert eftir því ofan í hann! mætti á æfingu á fimtudegi, tók 10 feðir! hrikalega gaman, svo á keppni á laugardegi, og ég get sagt með góðri samvisku að þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert að fara á rúmum 14 sek, niður brautina. Kom bara til að vera með og prófa. Og ég vil nú bara hæla og þakka kvartmíluklúbbnum öllum þeim sem eru í þessu sporti fyrir þau góðu störf sem hafa unnist þarna upp á braut! Þið eigið heiður skilið strákar, standið ykkur vel  :D


þarna er sko maður með hausinn í lægi.. ..Góð fyrirmynd allra sem vilja halda kvartmiluk. í gangi  :)
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!