Tja kvartmílan er eins mikil andstæða við drift og hægt er að finna.
Kvartmíla snýst um að koma bílnum beint áfram, fara ákveðna vegalengd á sem stystum tíma og spóla sem minnst. Drift snýst um að fara sem hlykkjóttasta leið um einhverja braut og spóla sem mest.
Í kvartmílunni er árangurinn mældur í sekúndum og hraða, og hver er á undan í mark. Í drifti er enginn mælanlegur árangur og er það bara persónuleg skoðun dómara hver skuli sigra og hver skuli tapa.
Það er hægt að metast um árangur í kvartmílu, en árangur í drifti er eingöngu skoðun hvers og eins, ef honum finnst hann vera besti drifter í heimi þá er hvorki hægt að sannreyna það né afneita.