Kvartmílan > Almennt Spjall

Spól og drift keppni 5-6 ágúst

(1/2) > >>

Datsun:
Max1 og Pirelli efna til drifter keppni.

Þarna er nú tækifæri á að sýna kunnáttuna í spóli og drifti(slædi) og eiga möguleika á að vinna sér inn ný dekk og hljóta aðdáunar áhorfenda.

Allar upplýsingar um keppnina og skráning eru inná http://www.max1.is

Jón Þór Bjarnason:
Tryggingar gagnvart þriðja aðila verða inntar að hendi af hálfu BÍKR samkvæmt reglum LÍA. Ennfremur mun BÍKR bjóða fram endurgjaldslausa aðstoð við að útvega keppendum svokallaða viðbótartryggingu á almenna tryggingu bílsins. BÍKR tryggir keppnina samkvæmt reglum LÍA fyrir tjóni á þriðja aðila.

Getur KK ekki aðstoða kvartmíluökumönnum að nálgast þennan tryggingarviðauka. Sumir eru ennþá í basli með að fá þennan tryggingarauka. Bara smá skot.  :D  :D  :D  :D

Mr.Porsche:

--- Quote from: "Nonni_n" ---Tryggingar gagnvart þriðja aðila verða inntar að hendi af hálfu BÍKR samkvæmt reglum LÍA. Ennfremur mun BÍKR bjóða fram endurgjaldslausa aðstoð við að útvega keppendum svokallaða viðbótartryggingu á almenna tryggingu bílsins. BÍKR tryggir keppnina samkvæmt reglum LÍA fyrir tjóni á þriðja aðila.

Getur KK ekki aðstoða kvartmíluökumönnum að nálgast þennan tryggingarviðauka. Sumir eru ennþá í basli með að fá þennan tryggingarauka. Bara smá skot.  :D  :D  :D  :D
--- End quote ---


Það er alveg ómögulegt að reyna að lesa þennan texta fyrir þessari fallegu mynd sem þú ert með  :P  (búblunum)

Datsun:
Er engin áhugi hjá kvartmílumönnum fyrir þessari keppni???

baldur:
Tja kvartmílan er eins mikil andstæða við drift og hægt er að finna.
Kvartmíla snýst um að koma bílnum beint áfram, fara ákveðna vegalengd á sem stystum tíma og spóla sem minnst. Drift snýst um að fara sem hlykkjóttasta leið um einhverja braut og spóla sem mest.
Í kvartmílunni er árangurinn mældur í sekúndum og hraða, og hver er á undan í mark. Í drifti er enginn mælanlegur árangur og er það bara persónuleg skoðun dómara hver skuli sigra og hver skuli tapa.
Það er hægt að metast um árangur í kvartmílu, en árangur í drifti er eingöngu skoðun hvers og eins, ef honum finnst hann vera besti drifter í heimi þá er hvorki hægt að sannreyna það né afneita.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version