Author Topic: Keppnir og annað.  (Read 4468 times)

Offline Travize

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Keppnir og annað.
« on: July 25, 2005, 12:21:06 »
Sælir/Sælar

Ég vill byrja á því að þakka fyrir góða keppni á laugardaginn síðastliðinn.
Þar sem að ég er svo til nýbyrjaður í þessu ágæta sporti og finnst það
einstaklega skemmtilegt þá langaði mig að forvitnast og benda á nokkur
atriði.

Tímasetning, þetta atriði skiptir miklu máli, menn eiga að geta mætt
á tilsettum tíma og brautin á þá að vera tilbúin til aksturs á þeim tíma
þannig að tímatökurnar eiga að taka fljótt af. Keppnin á að byrja á
auglýstum tíma ef það er kl 14:00 þá byrjar hún kl 14:00. Skilaboð til
keppenda, við fáum littlar sem engar upplýsingar mataðar í okkur við
verðum að ryðjast uppí turn til að sjá hvort að við unnum, töpuðum
sjá tíma og annað. Ef að fyrirsjáanleg töf er á keppni vegna
ófyrirsjánlegra atvika þá þarf að hafa ofan af áhorfendum, t.d. með
því að opna á "free run" leifa mönnum að hita bílana/hjólin og kreista
hestana eftir málbikinu.
Hvernig er það svo með auglýsingar? Af hverju
sér maður ekki auglýsingu í t.d. bílablaðinu í mogganum um næstu
keppni/æfingu, einnig mætti krydda þessa auglýsingu vel. Úrslit, ég er
búinn að leita að úrslitum hérna inná vefnum og ég bara finn þau ekki.
Hvaða tíma var ég á? Hver var besti tíminn minn? Í hvaða sæti lenti ég?
ég, ég ég ;) úff mikil sjálfselska hér en þetta þarf að gerast rösklega
og vera alveg á hreinu. Eins t.d. Hver eru metinn hverjir settu þau og
hvenar hvaða tími var það, hvaða tæki óku þeir, hver var endahraðinn?.
Þetta þarf að vera aðgengilegt.

Svæðið sjálft. Væri ekki möguleiki að fá svona götusóp bíl til að hreinsa
svæðið hjá keppendunum? Það er svo mikil möl inná þar. Ef það er of
dýrt mætti ekki hringja þá í unglingavinnuna og fá þá til að handsópa
þetta?.  Áhorfenda svæðið, þegar krakkarnir væru búnir að sópa mættu
þeir þá ekki týna stóru steinana úr brekkunni þar sem bílarnir eru?
Það eru örugglega margir búnir að kvarta og kveina yfir malarveginum
uppá braut þannig að ég þarf ekkert að minnast á það.

Video, Hvernig er það væri ekki flott ef að auglýst væri eftir sjálfboðaliða
sem að væri til í að taka alla keppnina uppá video sem að væri svo hægt
að klippa til og hafa aðgengilegt?. Einnig mætti senda það til sjónvarpsins,
stöð 2 og skjás eins og þeir myndu kanski sýna bút í íþróttafréttum.

Allavegna þá eru þetta bara smá hugrenningar og ég veit að það er í
mörg horn að líta í svona keppni og maður sér bara toppinn á ísjakanum
og gerir sér kanski ekki grein fyrir því hvað er undir.

Sjáumst allavegna vonandi í næstu keppni.

Baráttu kveðjur.
Hrafn Sigvaldason

Offline gunnigunnigunn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #1 on: July 25, 2005, 12:32:31 »
Ég huxa að margir séu sammála þér Hrafn , ég þar með talinn, veðrið laugardaginn var til fyrirmyndar og synd að hálfgert "kaos" hafi verið að hrjá keppnina...(no pun intended)
Annars gaman að keppninni.
Er ýtt áfram af s38 knúnum þýskara.

Offline ilsig

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Bjargvætturinn
« Reply #2 on: July 25, 2005, 13:20:36 »
Mér finnst eitthvað gleymast, þess vegna segi ég:
Friðrik Daníelsson þakka þér fyrir að vera til.
Hvar væri Kvartmilan og Spallið án hans.

Kv.Gísli Sveinss.

http://public.fotki.com/borisur/gengi_heimaklett/

http://public.fotki.com/borisur/labba__helgarfell/
-= This text might contain traces of Methyl fluorosulfonate (F-SO2-OCH3), Cyclosarin (C7H14FO2P) or the Ebola virus... =-

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Bjargvætturinn
« Reply #3 on: July 25, 2005, 14:01:20 »
Quote from: "ilsig"
Mér finnst eitthvað gleymast, þess vegna segi ég:
Friðrik Daníelsson þakka þér fyrir að vera til.
Hvar væri Kvartmilan og Spallið án hans.

Kv.Gísli Sveinss.

 :shock:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #4 on: July 25, 2005, 14:45:47 »
Hrafn í stuttu máli,þá er vitað um öll vandamálin sem þú nefnir.
Það nennir enginn/hafa ekki tíma nema nokkrir naglar og tvær dömur(hrós til þeirra allra) að vinna á keppnum eða aðstoða klúbbbinn á neinn hátt (ekkert frekar en ég)
Allir eru með hugmyndir um hvað á að gera og hvað þarf að gera en enginn nennir að framkvæma.
Með auglýsingar að þá er einfaldlega ekki til fyrir þeim,100.000kr stykkið á hálfa síðu svo þarf kannski að aflýsa vegna veðurs.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #5 on: July 25, 2005, 16:56:27 »
sæl Hrafn , við fáu sem að viljum vinna upp á braut gerum það pro bono eða frítt hvern fimtudag og hverja keppni , jújú ég hef ekki mikið annað að gera en við erum hvað 5-7 í hvert skipti að koma öllu í gagnið svo að þið elsku keppendur getðið nú keyrt , nú inn á milli er verið að kvarta hvað þarf , jújú ég hef boðiðst til að gera margt þarna en en mótbyrin er góður :evil:  frá nokkrum í stjórnini svo ekker má gera stundum

en viljir þú aðstoða okkur á keppnum eða æfingum þá endilega hafðu samband við mig eða nóna

Annars var þetta vel heppnaður dagur laugadagurin allir gerðu vel og allt lék í lindi við okkur  :lol:  :D
fyrir utan eina atvikið þegar Kári held ég að hann heiti fór útaf að því að fallhlífin virkaði ekki

Gsm 694 -6753

kv ingþór j
litli sjúkraliðinn
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
sammála
« Reply #6 on: July 25, 2005, 19:29:13 »
Þetta er alveg rétt. Klúbbinn vantar viljugar hendur.
Við fáum alveg haug af ábendingum um það sem betur má fara og jafnvel útskýringar á af hverju ekki gangi betur!!!

Þessi klúbbur verður rekin á þessum basa þar til að félagarnir koma í stórum stíl að hjálpa til í stað þess að vera með vinsamleg tilmæli til þeirra sem það gera.

Þegar ÉG bið um hjálp er það alveg eins víst að ég verði að gera það einn. Það er nú svo að við erum búnir að gera eins vel og við getum á þess að hætta að vinna launavinnu. Menn brenna út á þessu, takmarkað þakklæti frá félögunum og miklar skammir um það sem þarf að gera í gær. Ég er bara alveg hissa hvað sumir duga í þessu.

Keppnishaldið er bara í lamasessi. Nú er mál að linni. Okkur vantar hjálp.

stigurh

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Re: sammála
« Reply #7 on: July 25, 2005, 19:56:23 »
Quote from: "stigurh"
Þetta er alveg rétt. Klúbbinn vantar viljugar hendur.
Við fáum alveg haug af ábendingum um það sem betur má fara og jafnvel útskýringar á af hverju ekki gangi betur!!!

Þessi klúbbur verður rekin á þessum basa þar til að félagarnir koma í stórum stíl að hjálpa til í stað þess að vera með vinsamleg tilmæli til þeirra sem það gera.

Þegar ÉG bið um hjálp er það alveg eins víst að ég verði að gera það einn. Það er nú svo að við erum búnir að gera eins vel og við getum á þess að hætta að vinna launavinnu. Menn brenna út á þessu, takmarkað þakklæti frá félögunum og miklar skammir um það sem þarf að gera í gær. Ég er bara alveg hissa hvað sumir duga í þessu.

Keppnishaldið er bara í lamasessi. Nú er mál að linni. Okkur vantar hjálp.

stigurh



HALELlÚÚJJJA AMEN :D
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #8 on: July 25, 2005, 20:23:30 »
Ég er nokkrum sinnum búinn að bjóða fram krafta mína og aldrei svarað en þess fyrir utan að þá þreif ég rúðurnar í stjórnstöðinni svo að það sæist í bílana þaðan :)  :)  :)
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Ég hef aldrei hitt þig
« Reply #9 on: July 26, 2005, 09:16:25 »
Ég hef aldrei hitt þig!! Reyndu að tala við mig. Það er oft hægt að hitta á mig við brautina.

stigurh 8926764

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #10 on: July 26, 2005, 19:43:02 »
Heyrðu það voru menn búnir að bjóðast til að fara með auglýsingar á allar bensínstöðvar og aðra fjölsótta staði hérna um daginn. Menn voru búnir að raða sér niður á sín svæði og biðu menn bara eftir að fá blöðin í hendurnar en þær voru aldrei prentaðar :evil:

Þannig auglýsingar kosta sko enga hundraðþúsund kalla.

Þar stoppaði þetta ekki á skort af sjálfboðaliðum  :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #11 on: July 26, 2005, 20:59:32 »
Ég er einn af þeim sem bauð fram krafta mína þar. Ég vinn vaktavinnu og þar af leiðandi vill ég helst pússa malbikið þegar ég er ekki að vinna en það er sjálfsagt að hjálpa til og aðstoða þegar ég get. Ég vil þakka öllum þeim starfsmönnum upp á braut fyrir sitt framlag það er frábært.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #12 on: July 27, 2005, 09:06:29 »
Það voru engar auglýsingar prentaðar!!!

Firebird 400.
Ég biðst margoft afsökunar á þessu glappaskoti, það gerist ekki aftur.
Endilega láta okkur vita í tíma hvað við eigum að gera svo þú getir hjálpað. Þessi skipulagning fór bara alveg framhjá mér, það má bara ekki gerast aftur.

Ég get svo sannarlega notað viljugar hendur í annað en að pikka á lyklaborð. Það er frábært að vita af mönnum á sínum svæðum, ég get notað það. :roll:
stigurh

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #13 on: July 27, 2005, 18:52:13 »
Quote from: "stigurh"
Það er frábært að vita af mönnum á sínum svæðum, ég get notað það. :roll: <------
stigurh


Kaldhæðni eða ?

Allavegana, þú veist að það eru menn tilbúnir að hjálpa til með því að aka út auglýsingum og það að það kostar ykkur ekkert  :shock:

Síðan að þessi umræða kom upp eru búnar að vera flr. en ein keppni og fullt af æfingum, Hefði það ekki hjálpað ef fólk sem kemur aldrei hingað inn hefði vitað af þeim ?  Ja þar sem einu auglýsingarnar sem ég hef séð já eða heyrt af eru hérna á spjall borðinu.

Þetta þarf ekkert að vera einhver svaka flott plaggöt, bara A4 blað með smá mynd af flottu tæki og smá upplýsingum um hvenar er spyrnt og hvað kostar inn á keppnir.  Tala nú ekki um upplýsingum um hvernig maður fer að því að ganga í klúbbinn og hvað maður fær fyrir það.

Stígur þér er velkomið að hringja í mig ef þú vilt ræða einhvað frekar, síminn er 6969468.

Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Keppnir og annað.
« Reply #14 on: July 27, 2005, 19:09:59 »
Já þatta er kaldhæðni. Ég hef verið að æfa hana svolítið, ég biðst afsökunar.

Plakat er fín hugmynd, ég skoða það með opnum huga.
stigurh

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Keppnir og annað.
« Reply #15 on: July 27, 2005, 21:21:30 »
sælir, allt í lagi að minnast á þetta aftur, fín hugmynd að prenta þónokkurn slatta af plakötum þar sem hægt væri að skrifa inná hvar og kl. hvað keppnir séu. Oftast fæst betri díll séu prentuð fleiri plaköt í einu. Ég sendi Nóna myndir í fínni upplausn sem hægt væri að nota á plakötum, nú er bara um að gera og þruma þessu í prentun svo hægt sé að smala fólki á þær keppnir sem eftir eru. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að ef klúbburinn útvegar auglýsingar skal ég taka að mér að dreifa í sjoppur/verslanir/bensínstöðvar á Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka, uppsveitir Árnessýslu, Hellu, Hvolsvelli, Keflavík, og jafnvel Snæfellsnesi, þar sem fer á þessa staði alla í sömu vikunni ætti ekki að vera erfitt að fá að hengja upp nokkur plaköt hér og þar!  :wink: Nóni þú veist hvar þú nærð í mig!
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is