Sælir/Sælar
Ég vill byrja á því að þakka fyrir góða keppni á laugardaginn síðastliðinn.
Þar sem að ég er svo til nýbyrjaður í þessu ágæta sporti og finnst það
einstaklega skemmtilegt þá langaði mig að forvitnast og benda á nokkur
atriði.
Tímasetning, þetta atriði skiptir miklu máli, menn eiga að geta mætt
á tilsettum tíma og brautin á þá að vera tilbúin til aksturs á þeim tíma
þannig að tímatökurnar eiga að taka fljótt af. Keppnin á að byrja á
auglýstum tíma ef það er kl 14:00 þá byrjar hún kl 14:00. Skilaboð til
keppenda, við fáum littlar sem engar upplýsingar mataðar í okkur við
verðum að ryðjast uppí turn til að sjá hvort að við unnum, töpuðum
sjá tíma og annað. Ef að fyrirsjáanleg töf er á keppni vegna
ófyrirsjánlegra atvika þá þarf að hafa ofan af áhorfendum, t.d. með
því að opna á "free run" leifa mönnum að hita bílana/hjólin og kreista
hestana eftir málbikinu.
Hvernig er það svo með auglýsingar? Af hverju
sér maður ekki auglýsingu í t.d. bílablaðinu í mogganum um næstu
keppni/æfingu, einnig mætti krydda þessa auglýsingu vel. Úrslit, ég er
búinn að leita að úrslitum hérna inná vefnum og ég bara finn þau ekki.
Hvaða tíma var ég á? Hver var besti tíminn minn? Í hvaða sæti lenti ég?
ég, ég ég
úff mikil sjálfselska hér en þetta þarf að gerast rösklega
og vera alveg á hreinu. Eins t.d. Hver eru metinn hverjir settu þau og
hvenar hvaða tími var það, hvaða tæki óku þeir, hver var endahraðinn?.
Þetta þarf að vera aðgengilegt.
Svæðið sjálft. Væri ekki möguleiki að fá svona götusóp bíl til að hreinsa
svæðið hjá keppendunum? Það er svo mikil möl inná þar. Ef það er of
dýrt mætti ekki hringja þá í unglingavinnuna og fá þá til að handsópa
þetta?. Áhorfenda svæðið, þegar krakkarnir væru búnir að sópa mættu
þeir þá ekki týna stóru steinana úr brekkunni þar sem bílarnir eru?
Það eru örugglega margir búnir að kvarta og kveina yfir malarveginum
uppá braut þannig að ég þarf ekkert að minnast á það.
Video, Hvernig er það væri ekki flott ef að auglýst væri eftir sjálfboðaliða
sem að væri til í að taka alla keppnina uppá video sem að væri svo hægt
að klippa til og hafa aðgengilegt?. Einnig mætti senda það til sjónvarpsins,
stöð 2 og skjás eins og þeir myndu kanski sýna bút í íþróttafréttum.
Allavegna þá eru þetta bara smá hugrenningar og ég veit að það er í
mörg horn að líta í svona keppni og maður sér bara toppinn á ísjakanum
og gerir sér kanski ekki grein fyrir því hvað er undir.
Sjáumst allavegna vonandi í næstu keppni.
Baráttu kveðjur.
Hrafn Sigvaldason