Kvartmílan > Aðstoð

Innflutningur á boddýhlutum

(1/1)

Helgi:
Ég er að gera upp Amerískan bíl og eins og gengur er þetta orðið ryðgað og svona.  Hef því áhuga á að flytja inn eitthvað af boddý-hlutum til þess að létta mér verkið og hafa þetta eigulegra.  Hvernig hafa menn verið að flytja boddýhluti hingað til lands, þ.e. með hverjum og svona, svo þetta verði ekki allt of dýrt?  

Ef maður skoðar t.d. prísana hjá shopusa.is þá kemur það í ljós að boddýhlutir 3-4 faldast í verði, í hafi, þegar þeir eru komnir í hendurnar á manni m.v. það sem þeir voru keyptir á úti í USA (kallast þetta ekki bara óvopnað rán?).  Er þetta það sem menn eru að gera?  Endilega ausið úr visku skálum ykkar...

kv.

Beisó:
ef salan á hlutunum er nálægt new york þá er ekkert mál að taka þetta sjálfur og jafnvel að taka þetta bara með flugi
ég tók helling með flugi sem var eitt bretti að stærð 80cm að hæð milli 80 og 90 kg og það kostaði 14þ kall á 5 dögum með flugi

kv
beisó

Heddportun:
það borgar sig að nota ShopUSA ef að hlutirir eru stóri og ódýrir anars bara www.usps.com og sjóflutning en það eru 3mánuðir í bið en ekki 4-6 vikur eins og usps segir til um

Navigation

[0] Message Index

Go to full version