Kvartmílan > Aðstoð
Buggy-Bíll
Diddilitli:
Ég er með VW Bjöllu sem að var breytt í buggy bíl og mig vantar upplýsingar um það hvernig ég get fengið sem mest afl útúr vélinni.
Þetta er 1300cc vél og 1302 grind og kassi. Grindin er stytt þannig að það komast bara 2 sæti frammí réttsvo fyrir, hann er léttari fyrir vikið og stöðugri en á móti kemur að frammdekkinn gríða ekki eins vel. ég var líka að spá í að setja hann á breiðari dekk að aftan. Eina vélarbreytingin sem að mér hefur dottið í hug er að mixa á vélina 2 hólfa blöndung.
Allar hugmyndir í sambandi við hvað sem er eru vel þeignar. Væri gaman að fá sem mest útúr þessu.
Kannski að maður kíki með þetta og kíki hvað bíllinn fer á mílunni :roll:
firebird400:
Það eru endalausir möguleikar
Fyrsta sem mér dettur auðvitað í hug er að setja 1600 vélina í hann
Þar hefur þú mun meiri möguleika á aflaukningu
Leitaðu á netinu af svona "kraft pökkum" þar gætir þú fengið heitari ása, ofnari púst og soggreinar svo einhvað sé nefnt
Diddilitli:
ég er með bilaða 1600 vél sem að ég er að rífa. Ég hef leitað að svona pökkum en finn ekki neitt á netinu... :S
User Not Found:
Hefuru prófað www.summitracing.com
firebird400:
Ég get nánast fullyrðt að það eru til fullt að kompaníum sem eru að tjúna þessar vélar þannig að þú verður bara að leita betur.
það er lang besti möguleikinn þinn á að fá einhvað sem vit er í
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version