Kvartmílan > Almennt Spjall

Götuspyrna á akureyri!

<< < (3/14) > >>

firebird400:

--- Quote from: "baldur" ---Mér hefur sýnst að það geri bara illt verra að kynda venjuleg radial dekk. Með límið veit ég nú ekki.
--- End quote ---


Já mér hefur eiginlega fundist þetta líka,

Ég held allavegana að menn eigi bara að sleppa því að kynda radial dekkin.

Reyna frekar að gera annað til að fá aflið í götun
-spyrnubúkka
-dempara sem virka
-og passa sig á að spóla ekki

 :wink:

sveri:
mér finnst betra að kinda svolítið... (mín skoðun) en ég kem ekki til með að setja aðra fjörðun né búkka fyrir bíladaga og ég er á 315 dekkjum en ég bara get ekki hætt að spóla.. ég veit að það hjálpar til að líma skónna og þætti það voðavoða gott ef að það má :) veit það einhver... ég hef takmarkaðan áhuga á því að skíttapa og búa til 100m spólför ef að ég kemst hjá því. En annars nátturulega geri ég það ef að það má ekki nota lím. Það er svo svaðalega erfitt að gefa ekki allt í botn þegar maður er kominn á brautina í  tensið og ruglið.... Váááa það er bara að koma fyðringur í mann straxxxx... vííí :D

firebird400:
Ja ef þú ert ekki reiðubúinn til að gera það sem þarf til að vinna þá vinnur þú ekki, það segir sig bara sjálft

Og svo að maður tali nú ekki um það að þú viljir ekki sleppa því að spóla út brautina.

Ef maður vandar sig ekki þá verður maður bara flengdur, einfalt mál :?

sveri:
nei ég átti nú við að ég vildi alls ekki spóla út brautina :D helst ekki spóla CM ef vel á að vera... En það er bara erfitt að sleppa því... Eg veit um amk 1 bíl sem að er skráður sem að kemur til með að rassssskella mig svo að  þetta er allt i lagi. ég er bara með mustang á tilraunastigi og ætla bara að prófa þetta... er það ekki bara ungmennafelagandinn.. BARA VERA MEÐ :D:D eða hvað? Þetta er kannski ekki spurningin um það að vilja ekki ganga alla leið með að græja bílana, þetta er spurningin með það að hætta einhversstaðar. en svona til þessað skipta um umræðuefni.. Veit einhver hvort að má líma og hverjir ætla að vera með í götuspyrnunni????

Kristján Stefánsson:
hverning bíll er það :?:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version