Kvartmílan > Almennt Spjall
hvernig eru flokkarnir í kvartmiluni ??
1965 Chevy II:
Ekki málið,en það er samt smá miskilningur þarna af minni hálfu:
Þetta er allt rétt nema að flokkarnir heita 6.90-7.90 o.s.f.v en ekki 6.99-7.99
Fyrst var þetta kynnt svona fyrir mér að endingin væri .99 en .90 er víst rétt.
1965 Chevy II:
já og 14.90 flokk var bætt við líka og svo virðist eitthvað vera að draga úr reglunni sem var sett með að lágmark 4 væru í flokk sem er bara gott því þegar tveir eru mættir þá er komin keppni.
eva racing:
Hæ.
Keppendafræðsla. 101. Tími 1.
'I fyrsta lagi held ég að það sé búið að "rúnna" alla flokka af, Þ.e. xx.99 er xx.90
Þessir sek. flokkar eru nokkurnskonar bracket, Nema þú færð ekki að velja tímann þinn sjálfur. ( til að starta á jöfnu, Það er svo æðislegt.) Þessir flokkar eru að erlendri fyrirmynd, NEMA þar eru allir þessir flokkar á "PRO STARTI". Sem er að öll gulu kvikna í einu. ( En við skulum sennilega þakka guði fyrir að ekki er keyrt eftir því hér því helmingurinn af keppendum væri á taugadeild og tækin úrbrædd eftir að bíða á "tánum" eftir því að stórnstöðvarsaumaklúbburinn hætti að masa og setji ljósin af stað)
Með pro starti eru þessir flokkar mun skemmtilegri því stressið er enn meira.....
Burt séð frá því..........
Í öllum þessum BRACKET flokkum vinnur sá sem er á undan yfir endalínu. (punktur) Nema, (þetta er einsog íslensk málfræði, fullt af nemum) hann hafi þjófstartað eða fari undir kennitíma... Þó er hægt að vinna undir kennitíma, ef hinn fór MEIRA undir tíma. ATH að ef báðir fara undir kennitíma vinnur sá sem fór MINNA undir kennitíma, burtséð frá því hvor var á undan...
Þannig er þumalreglan. Eins snöggur af stað einsog þú þorir/ getur og reyna að halda sig fyrir framan keppinautinn (helst ekki nema nokkra sentimetra) Því ef þitt viðbragð var betra en hanns eru allar líkur á að ef þú ferð undir, sé hann enn meira undir....
Akkuru?????? Af því, ef þú hafðir 1.5 metra á hann á startinu en ert svo o.5 metra á undan honum yfir endalínu og þú ert undir, þá verður hann að vera enn meira undir til að hafa "unnið af þér" þennan 1 meter.....
Muna. sá vinnur sem er á undan (ekkert þjófstart og ekki undir)
Valur Vífilss. útskýrari (eða var það bara skýrari eða skírari eða.....)
Jóhannes:
bill sem er sagður fara 10.60 eitthvað nálagt því þarf hann hafa númer...
Sara:
Nei það held ég ekki, allavega eru þeir sem eru á þessum tímum ekki allir á númerum, EN ég gæti haft rangt fyrir mér :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version