Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac Firebird '70

<< < (2/2)

Binni GTA:
bara ruddi þessi bíll  8)

Kiddi:
Hann á annað boddy af 1973 Frirebird Esprit (bíll sem pabbi var einu sinni með), það boddy er illa farið í dag. Jú maðurinn heitir Skarphéðin Þráinsson.

Bird:
Skarphéðin á þennan grip:

 http://www.simnet.is/ingla/Your%20Firebird.htm#skarphedinn

Skarpi:
Sælir áhugamenn,

Tel rétt að svara spurningum ykkar og vangaveltum varðandi "PONTANN"

Ég er búinn að eiga þennan Pontiac síðan 1990, keyrði hann í eitt ár en síðan er hann búinn að vera í uppgerð með mislöngum hléum. Síðan uppgerð lauk er hann búinn að vera í hvíld og er vel varðveittur. Til að gera langa sögu stutta var nánast allt keypt nýtt í bílinn frá usa á þessum árum. Var gangsettur í síðustu viku, og er í topplagi.

Varðandi 1973 bílinn sem einnig kom hér við sögu, þá á ég þann bíl líka sem er Pontiac Firebird 1973, nánast eins og sá fyrr nefndi. Þennan bíl keypti ég í varahluti er ég gerði ´70 bílinn upp, þegar ég hóf að rífa hann kom í ljós að hann var óþarflega heillegur til niðurrifs og reyndi ég að hlífa honum eins og hægt var, og er hann nokkuðu heillegur ennþá og vel hæfur til uppgerðar, svo ég á ágætt hobby fyrir höndum í ellinni.

hægt er að skoða myndir á slóðinni http://www.internet.is/skarpi


Kveðja, Skarpi

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version