Author Topic: Hjólagalli  (Read 5138 times)

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Hjólagalli
« on: April 18, 2005, 19:35:01 »
Nú er búið að loka snigla spjallinu vegna einhverra óspekta og almenns barnaskaps, svo ég prófa að pósta þessu hér.

Ég hef verið að kíkja eftir hvað er í boði ef maður ætlar að galla sig upp fyrir götuhjól.  Hef svona frekar verið að kíkja eftir ekki leðurgöllum.  Hvað hafa menn verið að kaupa í þessu . .?

Það virðist vera góðir gallar frá JoeRocket en svo er verið að dissa galla sem bera heiti Ballistic, sjá komment.

Motoport er svo að sérsmíða kevlar galla.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Er einhver staður hér heima?
« Reply #1 on: April 20, 2005, 00:35:08 »
Hver er að selja galla hérna heima og á hvaða verði eru svona kevlar gallar? Er þetta eitthvað ódýrara en hjólið sjálft hérna heima?


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Hjólagalli
« Reply #2 on: April 20, 2005, 19:15:23 »
Ég veit að í það minnsta Suzuki umboðið er að selja eitthvað af þessu.  Vefurinn er frekar slappur í þessum málum hérna heima, það er einna helst Nitro sem er með eitthvað birt á vefnum.  En ég sá fljótlega að ég gat náð jakka, buxum, hönskum og stígvélum (JoeRocket Ballistic dótið) heim á svona 65 þús kall í gegnum ShopUsa.  Það er ekki að sjá að maður fái þetta á því verði út úr búð hér heima.

Offline Busa

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Hjólagalli
« Reply #3 on: April 21, 2005, 21:06:33 »
Pukinn á Grensás er með eitthvað, annars tek ég undir þetta með netið - það er einfaldlega ódýrara
Bergþór Björnsson
Suzuki Hayabusa 10,954 @ 125,70

Offline Þórir

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 154
    • View Profile
Galli.
« Reply #4 on: April 22, 2005, 10:27:24 »
Alger óþarfi að vera að borga shopUSA fyrir ómakið. Ég díla beint við www.denniskirk.com Það tekur slétta viku að fá dótið heim að dyrum, borgar manninum sem keyrir heim bara tollinn. Minna mál en að skjótast út í búð.
Mopar or No car.

Offline pippi313

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Hjólagalli
« Reply #5 on: July 08, 2005, 12:18:42 »
Snilld er það, Hvað kostar góður Goritex galli hjá þeim og leður

Offline Þórir

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 154
    • View Profile
Hjólagalli
« Reply #6 on: July 08, 2005, 15:11:52 »
Quote from: "pippi313"
Snilld er það, Hvað kostar góður Goritex galli hjá þeim og leður


Mismunandi eftir hvað þig langar í.. . . . . .  kíktu bara á þetta sjálfur.  :D
Mopar or No car.

Offline oggar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Hjólagalli
« Reply #7 on: July 11, 2005, 17:39:30 »
Ég mæli með RUKKA frá Yamaha umboðinu, er búin að vera í þannig galla í 3 ár og hann er í frábæru ástandi.  Ég er á racer og hef átt leður líka, þetta er ólíkt þægilegra í slagviðri og kulda þó að leðrið sé alltaf flottara ;)

Bæði konan og bróðir minn eiga RUKKA galla og gef ég þeim mína hæstu einkunn.  Svo sá ég að Yamaha umboðið er einnig farið að selja galla frá NAZRAN eða eitthvað þannig ásamt IXS göllum sem fluttu á Nýbýlaveginn ásamt Yamaha frá Merkúr á sínum tíma