Hæ.
Það kom upp umræða hér á vefnum, (vildi ekki pósta þessu þar, spjallþráðastuldur.) Hvað varð um "gullaldarárin" ??
Þessi Gullár voru náttúrlega tíminn þegar og strax eftir reglubreitingarnar SE MC GT O.sv.frv Og þarna voru ferskir flokkar þar sem menn komu og töldu sig vera "keppendur". En þar kom að nokkrir skáru sig útúr Smári, E. Birgis. , Rúdolf, Halldór (subaru) etc. Og "hinir" týndu smám saman tölunni.
Er þetta þá þeim að kenna (að taka sportið alvarlega) Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara þróun, sem verður í flokkum þar sem reglur eru mjög opnar, og þeir sem vilja fórna sér (í jákvæðri merkingu) og keppa af alvöru "drepa" hina. Eru þeir þá aumingjar. ??? Tja.. hvað skal segja. Neeeeiii þeir eru kannski meira fórnarlömb of opinna reglna, og hafa kannski ekki bolmagn, tæknilega,fjárhagslega, aðstöðulega, verkkunnáttulega, reglulega, (rosa mörg "-lega", mar.) Og gefast upp, Eiga ekki séns, eða .....
Þetta gerist lika í Mekka, (USA) þar eru og voru flokkar mjög opnir, T.d 5.O flokkar þar sem byrjuðu 487 keppendur í fyrstu keppnunum og "metið" var 10.80. Svo komu einhverjir með turbo og metið datt í 8.70 (Kannski með pústi og 10,5" slikkum) keppendafjöldinn var kominn í 82. En hraðinn meiri og sjóið betra, æðislegt... Nokkrum keppnum þar á eftir voru komnir PRO smíðaðir bílar, sem samt voru innan reglna, Metið varð 7,45. Og keppendur orðnir 9. Þessar upplýsingar eru nú stolnar og endursagðar úr einhverju MUSTANG blaði,(já,maður les allann fjandann) Og þar var grein um kappa sem var að smíða bíl fyrir svona 5,0 flokk og þegar bílinn var tilbúinn var flokkurinn "dáinn". Bíllinn var flottur samt ..
Svona fer fyrir okkur svolítið líka, og er þá lausnin hvað.... Nýjir svona "heads up" opnir flokkar, ? eða keyra hina (með 2-3 keppendum)
Það er náttúrlega mikið einfaldara að kenna "nýju" stjórninni um allt saman og fara í fýlu, Hrumpf. tala ekki við ykkur meir, þið eruð hófdýr (ekki hestar)
Nú, í hinum stóra heimi er verið að reyna að "takmarka" bíla í þessum SE MC geira og koma þá td, óbreyttur undirvagn að aftan, og hið sívinsæla 10.5" slikkar púst etc en jafnvel í 5.0 (302-305 Cid) vélastærðum er erfitt að halda mönnum í "keppni"
Nei, Því miður hef ég enga lausn heldur, Ef einhverja lausn á að vinna væri kannski ráðlegast að Keppendur í viðkomandi flokki ræddu saman, kæmu með tillögur, Kannski hér á netinu (ef það væri hægt an ess að fá allskonar "vildégværikeppandi" og eða besservisserum og plííís ekki Sódomu bílar)
Það er alltaf erfitt að mæla með takmörkunum. ef það er á "páveri" þá kemur: Hva, þorirðu ekki hratt (höfðað til karlmennskunnar) og ef það er dekk/veggripsaukar þá kemur: Hva, má maður ekki nota "PAVERIÐ"??? Er einhver niðurstaða úr öllum þessm orðum hjá mér.?? Nei...... Kannski ekki niðurstaða...... Meira svona hugleiðingar um hverju er um að kenna að Gullaldarárin, runnu sitt skeið, af eðlilegum orsökum,
Þetta er ekki neinum að kenna.
Evolution, dear Watson, evolution.
Kannski eru þessir sekúnduflokkar ekki svó slæmir eftir allt. Þeir sem eru góðir að "Keyra" koma og hafa gaman af þessu. 'A sínum götubíl. Þeir sem eru með meira páver geta sýnt það nokkrar ferðir og bætt sig á milli keppna. O.sv.frv.
En að það sé flokkur "heads up" með :gerðu það sem þú vilt/notaðu það sem þú vilt. einhverstaðar í reglunum,,,, Sorrý, gengur ekki lengi --- verður 1-2 sem dóminera og hinir heima.....
Með von um einhver viðbrögð......