Jæææja Moli litli risinn upp frá dauðum og loooooksins búin að uppfæra síðunna eftir þónokkra vinnu við að breyta útlitinu eins og þið hafið væntanlega tekið eftir. Dálkarnir "Ýmsir bílar" sem og "Æfingar" tók ég út því nú er mig farið að vanta pláss því ekki eru megabætin ókeypis! Mikið af myndum er búið að bætast í myndaalbúmin sem og hin albúmin en glöggir menn taka kannski eftir því að hluti myndanna hafa birst á spjallsvæði kvartmíluklúbbsins, og hef ég tekið mér það bessaleyfi að vista þær og birta. Þrátt fyrir það hef ég fengið sent mikið af myndum frá þá einkum frá Hálfdáni Sigurjónssyni og langar mig til að þakka honum sérstaklega fyrir þær.
Ekkert lát verður á myndasöfnun í sumar þar sem ég stefni á að halda ótrauður áfram við að festa myndir frá kvartmílukeppnum sumarsins, samkomum Fornbílaklúbbsins sem og "muscle car" klúbbsins! Einnig langar mig til að hvetja þá sem eiga myndir, þá sér í lagi af gömlum muscle car bílum að senda mér þær, það er ekki spurning að það gæti orðið gaman og fróðlegt fyrir sem flesta að geta skoðað þær, hver veit nema áhugi fyrir þessum bílum aukist þá enn frekar, og kvartmílan myndi rísa sem aldrei fyrr!
www.bilavefur.tk