Sælir félagar.
Jæja þá er víst komið að því að gera með SMÁ leyðréttingar.
Fyrst 427 SOHC mótorinn er með tvo yfirliggjandi kambása, einn fyrir hvort hedd.
427SOHC var aldrei settur í fjöldaframleiddan bíl hjá Ford.
Ford Thunderbolt (Fairlane) var með 427cid Wedge vél.
1969 Ford Mustang-inn svarti í Keflavík sem er verið að tala um hér að ofan er EKKI með 429CJ eða SCJ mótor, hvað þá að hann sé original með svoleiðis mótor.
429 CJ/SCJ var aldrei framleiddur í 1969 Mustang.
Bíllinn er samt sennilega ennþá með 429cid mótornum sem settur var ofan í hann og núverandi eigandi fékk hann með, og það er ekki CJ eða SCJ mótor.
Það er til hér heima Mustang 1969 sem er original 428CJ og hann er í uppgerð hér í Reykjavík, það er hinns vegar gaman að það sé farið að vinna í þeim svarta, löngu tími til kominn.
Og svona í restina, það eru bara til tveir 429CJ/SCJ mótorara á landinu og þeir eru báðir í bílum sem eru á númerum, já og sagan segir að það sé til 427SOHC mótor hérna samsettur í kassa en ég sel það ekki dýrara en ég keypti.
Ef einhverjum finnst þetta einhver skammarlesning (sem það á ekki að vera) bíðið þá bara eftir "Eleanor" greininni sem ég er búinn að setja saman.
hún fer að koma bráðum.