Kvartmílan > Almennt Spjall
12.5.05 Engin æfing! Sorrý!
firebird400:
Sæll Nonni
Ég er kannski ekki sá sem á að vera að svara þér en eftir því sem ég best veit þá er búið að greiða úr þessari flækju og það verða engin vandamál sem eftir er sumars.
Sem sagt bara endalaus hamingja í allt sumar :D
maggifinn:
er það ekki Íþróttabandalag Hafnarfjarðar sem á að gefa leyfi fyrir þessu??
hvað kemur LÍA þetta við??? Er KK enn undir hælnum á LÍA??
duster 440:
HALLÓ var ekki búið að samþykkja það á aðalfundi 2000 og eitthvað
að ganga úr LÍA og eiga ekki samskipti við þá meir.
Og ganga í ÍSÍ
Hvað er að ske????
Hvar eru jammararnir sem stjórnuðu þessu á gullárum klúbbsinns
HEMI FOR EVER
baldur:
KK eru ekki aðilar að LÍA. Það var bara dómsmálaráðuneytið sem ákvað það víst allt í einu að LÍA skyldi sjá um alla leyfaveitingu vegna mótorsportkeppna og æfinga.
duster 440:
Ég hef nú lesið þessa nýju reglugerð og það hefði nú ekki þurft annað fyrir stjórn KK ef hún hefði eitthvað bein í nefinu en að kvarta yfir henni við umboðsmann alþingis því hún brýtur í bága við íslensk stjórnsýslulög.
EINOKUN EKKI LIÐIN Í DAG
Frekar en hjá NHRA
Hemi for ever
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version