Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Camaro '83
Ziggi:
Félaga minn langar að vita hvort einhver hér kannast við bílinn hans og þekki söguna á bakvið bílinn. Hann er svartur en er skráður rauður, með 350 vél(vélin er víst frá jeppa-Ragga) en skráður með 305, 350 skipting, hann keypti bílinn nýlega frá Egilstöðum og þá var hann svolítið götóttur en núna er búið að riðbæta, hann er á númerinu MB - 068
MrManiac:
Góður eigandaferill á honum...Slétt 30stk.... :?
Ásgeir Y.:
ég þekki allavega 5 fyrri eigendur að bílnum, hann var málaður á akureyri í fyrra og í leiðinni lagað stórt tjón sem var á afturbrettinu hægra meginn eftir að hann rann stjórnlaus framan á vw rúgbrauð í hálku, annars held ég að þetta sé nú bara alveg ágætis eintak, veit að sá sem átti hann á ak og lét mála hann gerði helling fyrir hann en ég hinsvegar hef ekki heyrt neitt um að það hafi verið skipt um hreyfilinn í honum, nokkuð viss(ekki alveg samt) að það sé bara sama gamla 305 rellan í honum... en gaman að segja frá því að fyrsti skráði eigandinn á þessum bíl hér á landi, 1987, er ingó formaður.. :)
Ziggi:
--- Quote from: "Ásgeir Y." ---ég þekki allavega 5 fyrri eigendur að bílnum, hann var málaður á akureyri í fyrra og í leiðinni lagað stórt tjón sem var á afturbrettinu hægra meginn eftir að hann rann stjórnlaus framan á vw rúgbrauð í hálku, annars held ég að þetta sé nú bara alveg ágætis eintak, veit að sá sem átti hann á ak og lét mála hann gerði helling fyrir hann en ég hinsvegar hef ekki heyrt neitt um að það hafi verið skipt um hreyfilinn í honum, nokkuð viss(ekki alveg samt) að það sé bara sama gamla 305 rellan í honum... en gaman að segja frá því að fyrsti skráði eigandinn á þessum bíl hér á landi, 1987, er ingó formaður.. :)
--- End quote ---
Þetta með tjónið á hægra afturbrettinu passar, en ég er ekki viss um að þetta með 305 sé rétt þar sem að hann á mjög auðvelt með að hreyfa hjól :wink:
Ásgeir Y.:
305 getur alveg hreyft hjól auðveldlega..
trans am með 305 hreyfil, afturdekkin voru 275/50 15, engin driflæsing, sést samt ef vel er gáð að reykurinn kemur beggja meginn við bílinn.. tók semsagt á báðum.. þetta fór hann létt með..
http://dinuz.birta.net/albums/dinuz1-1/aaa.mpg
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version