Ég átti IR-437 sennilega 95 eða 96 (man ekki alveg). Keypti hann af manni sem bjó í Grafarvogi. Tók hann dáldið vel í gegn, þ.e. kramið, átti ekkert við boddý eða innréttingu. Keypti nýjan Edelbrock blöndung og KN síu, lét smíða nýtt 2.5" púst með Flowmaster kút hjá BJB, tók skiptinguna upp og setti B&M Shift Kit, nýr alternator, flækjur (var með greinum), tók vélina létt upp (hringir, legur, renndur sveifarás, ofl.). Eyddi einhverjum 350-400 kalli í hann á einu sumri, eitt tók við af öðru og svo keypti ég mér íbúð um haustið og seldi stráki frá Hólmavík hann. Sá gafst víst upp á bílnum eftir að hafa uppgötvað að svona kaggi eyðir bensíni og seldi hann til Akureyrar. Svo frétti ég af honum á Egilsstöðum þar sem feðgar áttu hann og þeir fluttu svo í bæinn, eftir því sem ég frétti. En þegar ég átti hann var hann með 400 vél og TH 350.
Þess má geta að þegar ég átti þennan átti góður vinur minn 76 Trans sem er núna orðinn vangefið flottur fjólublár, uppgerður af bræðrunum í Hf. Ungur aldur og peningarleysi olli því að nú horfum við með öfund á þessa bíla á kvartmila.is
Datt í hug að setja þetta inn ef forvitnir vildu vita meira um þennan bíl.
Kv, Valdi