Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Munurinn á bílum og BÍLUM...

<< < (4/4)

Jón Þór Bjarnason:
hehehe greinilega orðið OFF TOPIC

JHP:

--- Quote from: "Nonni_n" ---hehehe greinilega orðið OFF TOPIC
--- End quote ---
Ég held að þú sért reyndar mesta off topicið hér  :lol:

Nóni:

--- Quote from: "nonni vett" ---
--- Quote from: "MJR" ---
civic á móti corvettu http://www.maxpowertuning.com/civ%20vs%20vette%203.MPG


voða diss þarf alltaf að vera út í hondur :roll:
--- End quote ---
Þetta er það eina sem ég nennti að skoða en hvað heldurðu að það sé búið að spreða í þetta hondu grey til að hún hangi í svona vettu.
Væri gaman að eyða jafn miklu í vettuna og heyra þig hlæja svo  :lol:
--- End quote ---



Það er nú synd að skemma gott þras, það verður nú samt að segjast að það er hægt að eyða og spreða í Honduna þónokkuð lengi ef bílarnir eru báðir keyptir nýjir miðað við að corvettan kosti  $50.000- og Hondan kannski $30.000- sem gerir $20.000- í mun. Svo ekki sé minnst á þegar farið er að keyra græjurnar og reka.
Sumir menn fá bara alltaf svakalega minnimáttarkennd þegar minnst er á Hondur að það er magnað, það er eins og komið sé við kauninn í þeim. Eða að kellingin þeirra hafi verið flekuð í Hondu. :D


Hlær samt ekki sá sem á mestu peningana mest? Ég held það.



Kv. Nóni

Nonni:
Menn eru hér að bera saman epli og appelsínur og fá út vínber.  Það er endalaust hægt að bera saman hina og þessa bíla.  Corvettan gerir miklu meira en að spretta úr spori í beina línu og ég myndi frekar vilja rúnta um að Corvette sem ekki er tjúnuð til andskotans en Civic sem er búið að ná þessu úr.  Civic er og verður framhjóladrifsbíll sem var hannaður sem hagkvæmur fjölskyldubíll.  Hann getur orðið snöggur framhjóladrifsbíll en erfitt er að breyta grunnþáttunum.

En ef við höldum áfram samanburði per peninga og færum það yfir á Porshe og Ferrari þá getið þið ímyndað ykkur hve mikið er hægt að gera fyrir Corvette fyrir þá peninga.

Lengi vel þá voru ódýrustu hestöfl að finna í Camaro.  Það er líka auðvellt að breyta þeim til að fá miklu öflugri bíl en Corvette fyrir sama pening.  Ef menn vilja fara ódýra leið og fá mikið afl þá er gott að byrja þar.

En þeir sem að hafa tekið mikið útúr litlum mótorum eiga allan heiður skilið fyrir það.  Mér finnst skemmtilegra að hafa rúmtak og fá afl á lægri snúning, aðrir vilja vera á hærri snúning og þeir mega það fyrir mér.

En V8 er alls ekki úrellt þó einhverjir hafi náð að kreista ágætis afl úr L4 mótorum, að halda slíku fram er útí hött!

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version