Kvartmílan > Mótorhjól
Hjólagalli
Ozeki:
Nú er búið að loka snigla spjallinu vegna einhverra óspekta og almenns barnaskaps, svo ég prófa að pósta þessu hér.
Ég hef verið að kíkja eftir hvað er í boði ef maður ætlar að galla sig upp fyrir götuhjól. Hef svona frekar verið að kíkja eftir ekki leðurgöllum. Hvað hafa menn verið að kaupa í þessu . .?
Það virðist vera góðir gallar frá JoeRocket en svo er verið að dissa galla sem bera heiti Ballistic, sjá komment.
Motoport er svo að sérsmíða kevlar galla.
Nóni:
Hver er að selja galla hérna heima og á hvaða verði eru svona kevlar gallar? Er þetta eitthvað ódýrara en hjólið sjálft hérna heima?
Kv. Nóni
Ozeki:
Ég veit að í það minnsta Suzuki umboðið er að selja eitthvað af þessu. Vefurinn er frekar slappur í þessum málum hérna heima, það er einna helst Nitro sem er með eitthvað birt á vefnum. En ég sá fljótlega að ég gat náð jakka, buxum, hönskum og stígvélum (JoeRocket Ballistic dótið) heim á svona 65 þús kall í gegnum ShopUsa. Það er ekki að sjá að maður fái þetta á því verði út úr búð hér heima.
Busa:
Pukinn á Grensás er með eitthvað, annars tek ég undir þetta með netið - það er einfaldlega ódýrara
Þórir:
Alger óþarfi að vera að borga shopUSA fyrir ómakið. Ég díla beint við www.denniskirk.com Það tekur slétta viku að fá dótið heim að dyrum, borgar manninum sem keyrir heim bara tollinn. Minna mál en að skjótast út í búð.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version