Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

mustang - nr.1

(1/2) > >>

Jóhannes:
hvar er og hver átti mustanginn á selfossi sem var með kirkjugarð á skottinu eða úlf, hann var leingi vel fyrir utan hjá bigga bá á selfossi svo hvarf hann. Hann var svartur og mikið riðgaður ???

ég var fyrsti til að skrifa hérna veiiii...

challenger70:
Sá sem á (eða átti) Mustanginn heitir Tommi og ef mig minnir rétt Guðmundsson.  Allt mulighedmen og vann hjá Bigga í Bílverk BÁ um tíma amk.  Ég man fyrst eftir þessum bíl ca 1982 á Selfossi og þá var hann rauður með eldtungur á hliðum, fugli á húddinu og kirkjugarðinum milli afturljósa.  Var þá kallaður Red Killer og skemmtilega sprautaður.  Síðan var hann sprautaður svartur en kirkjugarðurinn fékk að halda sér milli afturljósa.  Umræddur Tommi átti bílinn bæði þegar hann var rauður og svartur og vænti þess að hann hafi átt hann öll þau ár sem hann stóð fyrir utan BÁ.  Veit þó ekki hvar bíllinn er í dag.

Moli:
Það var einhver sem hvíslaði því að mér að hann væri ennþá á selfossi! en  sel það ekki dýrar en ég keypti það :roll:

Myndir fengnar að láni frá www.mustang.is


Jóhannes:
hann var orðinn frekar lélegur þegar ég sá hann, hann stóð bara þarna í óra tíma....

kawi:
einhver hvíslaði því að mér að bíllin væri hjá bróðir hans tomma útá landi veit ekki meir :?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version