Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro ´70
Kasper:
Sælir félagar ég er að leita að camaro 1970 með númerinu Bþ-772 þetta er bíll sem ég átti í stuttann tíma og seldi strák sem heitir Danni og er málari hjá bílamálun Auðuns. Þetta er aðalega til að svala forvitni minni og sjá hvernig uppgerðin gengur og vonandi fá að sjá myndir;) svo held ég reyndar að ég sitji á einhverju smádóti sem átti að fylgja bílnum. En á bágt með að trúa því að þetta sé dót sem vantar verulega.
með von um viðbrögð kv Atli
Daníel Hinriksson:
Sæll Atli,
það er verið að dunda í greyinu svona af og til þegar tími gefst, en það sem ég hef gert eftir að ég keypti bílinn af þér er að það er búið að skipta um topp og svo er búið að rífa hann í frumeindir og það stendur til að smíða veltibúkka svo það verði hægt að taka boddíið almennilega í gegn.
Svo er ég búinn að fá alla boddíhluti nýja þ.e.a.s. hurðabyrði, frambretti, efri og neðri framsvuntu, framstykkið fyrir vatnskassan, stál cowl-húdd, gólfið í skottið, skottlok o.fl. Svo er ég búinn að fá fullt af öðru gramsi sem vantaði.
Þannig að núna vantar bara smá tíma svo maður geti nú farið að sjá þetta skríða saman og verða að almennilegum kagga :wink:
Ég ætla að reyna og sjá hvort ég komi ekki einhverjum myndum hérna inn!
Það væri gaman að heyra frá þér og fá þetta grams sem þú hefur fundið og svo ertu velkominn í skúrinn til að strjúka fyrrverandi elskunni þinni :lol:
kv. Danni 892-7980
diddzon:
Sýna oní húddið :wink:
siggik:
vá virkilega töff, gangi þér vel, verðurr ábyggilega þrusu kerra
Daníel Hinriksson:
og fleiri myndir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version