Sæll Atli,
það er verið að dunda í greyinu svona af og til þegar tími gefst, en það sem ég hef gert eftir að ég keypti bílinn af þér er að það er búið að skipta um topp og svo er búið að rífa hann í frumeindir og það stendur til að smíða veltibúkka svo það verði hægt að taka boddíið almennilega í gegn.
Svo er ég búinn að fá alla boddíhluti nýja þ.e.a.s. hurðabyrði, frambretti, efri og neðri framsvuntu, framstykkið fyrir vatnskassan, stál cowl-húdd, gólfið í skottið, skottlok o.fl. Svo er ég búinn að fá fullt af öðru gramsi sem vantaði.
Þannig að núna vantar bara smá tíma svo maður geti nú farið að sjá þetta skríða saman og verða að almennilegum kagga
Ég ætla að reyna og sjá hvort ég komi ekki einhverjum myndum hérna inn!
Það væri gaman að heyra frá þér og fá þetta grams sem þú hefur fundið og svo ertu velkominn í skúrinn til að strjúka fyrrverandi elskunni þinni
kv. Danni 892-7980