Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Camaro 1968 ???

<< < (7/20) > >>

firebird400:
Já drengur, allt sem ég hef gert við Firebirdinn síðan ég fékk hann hef ég gert sjálfur fyrir utan það að setja saman skiptinguna, ég hefði hæglega geta gert það sjálfur en ég fékk vin minn til að gera það vegna þess að ég var að falla á tíma fyrir Bíladellu 2003.
Hann setti hana saman á meðan ég kláraði að setja vélina saman.
(það var unnið 16 tíma á dag, dag eftir dag til að klára fyrir sýninguna)

Og ég lét smíða fyrir mig púst undir hann, ég á ekki púströra beygjuvél. :?

Allt annað gerði ég eða mínir vinir heima hjá mér í góðum fíling. 8)

Það sem ég á við er það að þessir gömlu bílar bila mun meira en nýjir, og þó svo að þeir bili ekki þá er sumt bara úr sér gengið.

Svo þegar vélar og annað er allt orðið kengtjúnað þá fara hlutirnir bara að gefa sig fyrr.

Og þessum bílum er oftast ekið talsvert grimmar en litlu sjálfskiptu heimilis bílunum hennar mömmu sko, það spilar líka inní í því að viðhaldið er meira.

Vonandi gengur þér bara vel með bílinn og vonandi hitturðu á menn sem vita hvað þeir eru að gera vegna þess að það er ekkert öruggt að bifvélarvirkjar í dag viti hvað þeir eiga að gera með þessa gömlu bíla, það er ekki eins og það sé svo mikið til af þeim að þeir hafi allir svaka reynslu í að viðhalda þeim :?

Jóhannes:
Getið þið póstað myndum af 67-69 camaroum sem eru hérna á íslandi svona mér til viðmiðs..

Moli:
sæll, það er nú búið að fjalla um þetta áður en það sakar svosem ekki að fá hlutina á hreint! 8)


--- Quote from: "GunniCamaro og Moli" ---Það eru til 4 stk. af 67 camaro:
1. Einn upp á Akranesi, í uppgerð.


2. Einn sem var blæjubíll en var settur stáltoppur á fyrir mörgum árum og var með 427 en hefur ekki verið á götunni í yfir 20 ár og er, síðast ég vissi, einhvers staðar suður með sjó í geymslu.


3. Bíllinn minn (GunniCamaro) sem er RS/SS týpa, ógangfær í geymslu hjá Fornbílaklúbbnum.


4. Og síðan er það blái bíllinn hans Ingólfs sem er líka RS/SS og er það sá eini sem er á götunni og hefur verið að keppa í kvartmílu.


Síðan er það ´68 bílarnir, þeir eru, ef ég man rétt, 4 eða 5:
1. Það er bíllinn hans Ómars sem hefur verið að keppa í kvartmílunni og er á götunni.


2. Einn nýlega sprautaður svartur (áður blár) sem er á Álftanesinu (ein nýleg mynd, ein gömul)



3. Einn gulur sem var hér á höfuðborgarsvæðinu en er samkvæmt óstaðfestum fréttum farinn austur fyrir fjall og er þar í uppgerð. (bíllinn þinn)


4. Einn sem er í Keflavík í uppgerð.


5. Bíllinn hans Dodda í sandgerði.



1969 Camaro bílarnir eru 6 þeir eru..

1. 1969 Camaro (Ari Jóhanns.)


2. 1969 Camaro Yenko (Harry Hólmgeirs.)


3. 1969 Camaro (akureyri)


4. 1969 Camaro RS/SS (Svavar)


5. 1969 Camaro (HUNTS)


6. 1969 Camaro (kenndur við Tómstundarhúsið)

--- End quote ---



Gunni þú kannski staðfestir þetta, ég er nokkurnveginn viss um að ég sé að fara með rétt mál  :!:

Jóhannes:
takk.. ..þetta er bara það sama og ég var búin að sjá hélt kanski að það væri eitthvað meira í felum.. ..ekki vitið þið hvort það sé mikið mál að koma fyrir svona framenda á bílinn minn (er að spá hvort að þetta sé mikið maus með ljósa búnaðinn )  :?

Firehawk:

--- Quote from: "68camaro" ---takk.. ..þetta er bara það sama og ég var búin að sjá hélt kanski að það væri eitthvað meira í felum.. ..ekki vitið þið hvort það sé mikið mál að koma fyrir svona framenda á bílinn minn (er að spá hvort að þetta sé mikið maus með ljósa búnaðinn )  :?
--- End quote ---


Það er hægt að kaupa kit til að breyta bílnum þínum í RS.

Það er til hjá http://www.classicindustries.com/ og kostar litlar $939,95. Það á allt að vera innifalið. Sjá http://www.parts123.com/parts123/yb.dll?parta~showinfo~0000136b~AAJYO~0000136b.

-j

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version