Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro 1968 ???
Jóhannes:
--- Quote from: "Nonni" ---
--- Quote from: "68camaro" ---...segji það nú ekki maður getur nú drullast til að skifta um oliu sjálfur...
það stendur líka til að skifta um hlutföll.. málið er að sá sem átti hann á undan mér og þeim sem ég keifti bílin af sagði mér að hann væri með einhverja spes læsingu sem væri voða sterk en ég mann aldrei hvernig læsing þetta væri.. ..þarf bara að fá að heyra það frá honum aftur svona mér til gamans...
--- End quote ---
Getur verið að hann hafi sett Nospin í hásinguna? Það heyrast einmitt einskonar smellir í henni þegar menn beygja, en hún er þrælsterk. Ég hélt að menn notuðu hana aðallega í jeppa.
kv. Jón H.
--- End quote ---
já ég er ekki viss, benni sem átti hann getur kanski sent mér info um þessa hásingu og innihald hennar..? þetta var eitthvað furðulegt..!
baldur:
--- Quote from: "firebird400" ---Er Detroit Locker ekki líka með smelli og bresti en óbrjótandi helv.
Og hvað meinarðu, hundleiðinlegt að gera við :shock: það er aðal gamanið, Ef þú ætlar ekki að halda 1968 Camaro við sjálfur þá muntu aldrei fá hann góðann eða þá þú þarft sko banka lán í vihaldskostnað.
Þessir bílar eru sko ekkert eins og nýjir bílar, það er stanslaust einhvað viðhald á þeim.
Ef þú ætlar að láta aðra gera allt fyrir þig þá ættir þú kannski að endurskoða það hvort þú sért í réttum geira bílaáhugans.
--- End quote ---
Tja það eru ekkert allir sem hafa gaman af því að gera við. Sumir líka vilja losna undan óþarfa vangaveltum um hvað virkar og hvað ekki, heldur ráða bara fagmenn sem vita hvað þeir eru að gera til þess að vinna verkið. Þar nefni ég sem dæmi Subaru Halldórs Jónssonar.
Ég er sjálfur meira í því að gera allt sjálfur, en ég sé ekkert að því að leita til fagmanna ef þú ert tilbúinn að borga uppsett verð og EF þeir vita hvað þeir eru að gera, sem virðist nú ekki alltaf vera tilfellið þegar um bifvélavirkja er að ræða, því miður.
Jóhannes:
hvar er best að kaupa nýtt gólf í camaroinn ?
Nonni:
--- Quote from: "68camaro" ---hvar er best að kaupa nýtt gólf í camaroinn ?
--- End quote ---
Þú getur tékkað hjá www.classicindustries.com
Ég er að kaupa helling af þéttilistum af þeim núna og það er ágætt að eiga við þá.
1965 Chevy II:
--- Quote from: "68camaro" ---hvar er best að kaupa nýtt gólf í camaroinn ?
--- End quote ---
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version