Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
Nóni:
Sælir félagar, gaman væri að frétta eitthvað krassandi af STInum hans Halldórs frá Akureyri.
Er hann á landinu?
Fáum við að sjá hann á brautinni í sumar?
Verður hann á götuspyrnunni á Akureyri?
Hvað er planið fyrir sumarið?
Eru svona spurningar þreytandi?
Hvað með Porsche´inn?
Við sem erum svona áhugasamir um túrbóið erum alveg að farast úr forvitni um hvað sé framundan og hvað hafi verið unnið í vetur.
Kv. Nóni
Einzi[Smur]:
Sælir,
Sammála þessu !
Segið okkur hvað er verið að bralla !!!
http://www.gt4oc.net/album_pic.php?pic_id=1904
Einzi
Ice555:
saelir felagar.
Eg er staddur i Finnlandi eins og er. Verd kominn a klakann eftir helgi. Ta skal eg segja e-d um plon sumarsins. Tad er audvitad e-d verid ad bralla. Never ending story.
Bestu kvedjur,
Halldor
Team 555
baldur:
Þið ætlið væntanlega að keppa á TOTB aftur í sumar, er það ekki?
Kruder:
Það væri gaman að vita hvort þið farið í þetta Twisted Turbo set-up sem Roger Clark Motorsport er með. Í þessari grein sem ég var að lesa í Japanese Performance er talað um að upprunaleg staðsetning turbínunnar sé ekki gerð fyrir svona svakalegar afltölur eins og í 555 en með því að endurstaðsetja túrbínuna og setja external wastgate ásamt ýmsum breytingum á exhaust manifoldinu þá geti þeir náð aflinu í allt að 650 hestöfl.
Mér fannst þetta ansi áhugaverð grein. Spurning um að reyna scanna hana einhversstaðar.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version