Author Topic: 428 Ford - sagan 3. hluti - Cobra Jets, Shelbys og fleira  (Read 3540 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
III. Hluti – 1969  SUPER DRAG PACK 428
Eftir því sem keppnisreynsla bættist við 428 kom í ljós að ýmislegt varð að styrkja í henni til þess að hún þyldi keppni heilt tímabil við beinskiptingu og drif alveg niður í 4,71 sem var hægt að fá ísett frá umboðsmönnum. Talsverðar breytingar voru gerðar á 428CJ vegna vinsælda og velgengni í keppni á árunum 1967-68. Flestir 1968 Mustang bílarnir með 428 eru með Q sem vélakóða en það á ekki við um Shelby GT-500 frá 1968. Til framleiðslu á GT-500 1968 voru teknar S-kóða 390 skeljar og þeim breytt. Shelby bætti svo við sínum eiginVIN-númerum og allir voru þeir skráðir sem Shelby GT-500. Það er því mjög erfitt að “framleiða” 1968 GT-500 upp úr GT-390 sem voru þó framleiddir í þúsundum eintaka. (sbr. bíl Steve McQueen í kvikmyndinni Bullitt) 1969 – 70 GT-500 er með sama númerakerfi. Allir 1968 GT-500 byrjuðu sem GT-390 skeljar hjá verksmiðjunum og bera því “S” sem fimmta staf í VIN númeri. Þess vegna halda margir sem sjá þá í fyrsta sinn að þeir séu falsanir eða eftirlíkingar. 1969 -70 GT -500 bera sama númerakerfi og vélarkóða og Mustang bílar; Q fyrir 428CJ - SCJ án Ram Air og R fyrir CJ - SCJ Ram Air. Q eða R segja BARA hvort það er Ram Air eða ekki. SCJ vélin var aukahlutur sem aðeins var settur í bílinn EF hann var pantaður með 3,91 eða 4,30 drifhlutfalli.

Árangurinn birtist í 1969-70 Mustang og millistærðum bíla frá Ford og Mercury undir nafninu Super Drag Pack. Vélin sem kom í SDP bílum var fljótt nefnd Super Cobra Jet. Hún gat borið bæði “R” og “Q” kóða, það fór eins og áður segir eftir því hvort bíllinn var með Ram Air eða ekki. Allir “R” kóða bílar eru með Ram Air, en EKKI allir þeirra voru með SCJ vélinni. SCJ nafnið var búið til af kaupendum og umboðsmönnum. Ford notaði það nafn aldrei, nema etv. í auglýsingum.

SCJ / Super Drag Pack var búnaður sem réðst eingöngu af því hvaða drif var pantað í 69-70 Mustang-Fairlane-Torino-Cyclone. Sá sem pantaði 3,91 eða 4,30 við kaup á nýjum bíl fékk .... án þess að biðja um það, allt aðra útfærslu af 428 en ef hann hefði pantað bíl með 428CJ og sjálfskiptingu. Í SCJ vélina fóru Le-Mans 427 Med. Riser stimpilstangir, svokallaðar Capscrew stangir sem þoldu áralanga notkun í keppni. Við þær varð að nota sérstakan sveifarás sem fékk auðkennið 1U-B. Hann var með allt aðra jafnvægisstillingu en 1U og    1U-A. SCJ vélina má alltaf þekkja á því að slífin fyrir aftan víbringsklossann er með nokkuð stórt kastlóð áfast. Í þessa vél voru notaðir TRW stimplar L-2303 sem eru hertir og þola keppni eins og allir hertir stimplar frá TRW. Sama járn millihedd með Holley 735 sem var sérframleiddur fyrir þessar vélar fylgdu eins og á CJ vélinni. Að auki var notuð önnur olíudæla, skvettipanna eins og í CJ, tvær mismunandi kveikjur og margt fleira.

Sama blokkin var notuð í allar 428 vélar og þúsundir þeirra voru notaðar í þungaiðnaði á olíudælur, vantsdælur, landbúnaðartæki, báta og margt fleira.