Kvartmílan > Almennt Spjall

Varðandi 4 gen camaro....?

(1/4) > >>

Örn.I:
Sælir var að velta fyrir mér vegna hugsanlegra kaupa á 4 kynslóðar camaro ... hérna eins og t.d f1 bílinn hann er allur úr plasti að mér skyllst..? Enn hvað með bara standard z28 er hann úr plasti eða og lt1 hvað er hún stock í hestöflum?

Er þá f1 camminn sama uppsetning og formula birdin eða er meira fyrir pontiac svona almennt þannig ég bara spyr...! Og svona hver er reynslann af svona 4. gen camaro yfir höfuð er þetta ekki allt í lagi?

JHP:

--- Quote from: "Örn.I" ---Sælir var að velta fyrir mér vegna hugsanlegra kaupa á 4 kynslóðar camaro ... hérna eins og t.d f1 bílinn hann er allur úr plasti að mér skyllst..? Enn hvað með bara standard z28 er hann úr plasti eða og lt1 hvað er hún stock í hestöflum?

Er þá f1 camminn sama uppsetning og formula birdin eða er meira fyrir pontiac svona almennt þannig ég bara spyr...! Og svona hver er reynslann af svona 4. gen camaro yfir höfuð er þetta ekki allt í lagi?
--- End quote ---
Hvernig finnur þú út að F1 sé allur úr plasti :roll: það er enginn Camaro alveg úr plasti.  Svo er munur á LT-1 eftir árgerðum.T.D ´93 og ´94 eru 275hö.  ´95 er 285hö.

1965 Chevy II:
Sæll þessir bílar hvort sem er Camaro Eða Firebird óháð undirtegund eru eins, bretti og hurðar og úr plasti en skelin er úr járni.
F1 Camaro-inn er búinn að fá svoldið á lúðurinn en getur alveg verið í fínu standi ef það var vel gert við.
Lt1 er eitthvað um 270-285hö eftir árgerð.
Þessir 4rth gen bílar eru ekki nýjir lengur og flestir eigendur kaupa sér svona til að taka vel á þessu enda til þess gert svo ástand er bara eitthvað sem verður að skoðast á hverjum bíl fyrir sig.

TONI:
Sælir
Við erum s.s að tala um að afturbrettin eru úr járni svo veit ég ekki með toppinn ef það er ekki t-toppur, held að hann sé járn, húddin eru járn ef þá eru orginal. Þetta e bara skelin, hurðarnar eru t.d klett þungar, s.s hellingur af járni undir skelinni. ´95 trans am er milli 1600 og 1700 kg og að mig mynnir 494 cm langur, það er til margt léttara ef þig langar að vera sprettharður. Kv. TONI

P.S Ekki má gleyma gæðunum, skipting og drif er ekki til að hrópa húrra fyrir svo þarf að gera smá breytingu á kveikjunni til að hún endist, mjög gott að gera það áður enn hún fer :)

Örn.I:
trans am þegar þú talar um f1 camaroinn hvaða camaro ertu að tala um er bara einn sem slíkur á ísl?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version