Kvartmílan > Almennt Spjall

Flokkar sumarsins!

<< < (5/8) > >>

Kiddi:
Vá aftur regluþras, ég treysti núverandi stjórn fullkomnlega fyrir þessu, mér þykir þetta hin fínasta ákvörðun, auðveldar skoðun á keppnistækjum, þú keppir við jafna bíla og hvað með það þótt að það séu einhverjir "bremsukallar", þeir þurfa a.m.k. að vera ansi færir í því til að fara ekki undir tíma. Legg til að Delay Box, throttle stop yrðu bönnuð. Punktur og pasta :x

ÁmK Racing:
Hæ Kiddi það er bannað að nota allan hjálpar búnað.K.v Árni

Racer:

--- Quote from: "Vega 71" ---Stjórn,
Nóni þú segist halda að menn vinni í þessu af heilindum. Ég spyr því geri þá ekki eins og flestir keppendur vilja? Það er mestur vilji að keppa í MC,SE, einnig GF......  að ónefndum OF sem þið megið nú eiga að þið hélduð inni.
--- End quote ---


safnið þá saman þessum SE , MC og GF mönnum fyrir hverja keppni og skráið ykkur í þessa flokka ykkar og ÞAÐ LIGGUR ALLT HJÁ YKKUR að þessir menn ykkar mæta!!!

Þið vitið eflaust ekki að þið veikið þessa stöðu ykkar til að fá að keppa.. kvartmílan deyr bara út ef menn mæta ekkert og hvað ætla menn þá að gera suða í BA mönnum um að smíða braut? , það á að manna bílana af fjölskyldunni og Safnið saman öllum skúrameisturum seinustu ára og koma eigin tæki uppá brautina.

Kiddi:
Ok, glæsilegt, þ.e. með bann á hjálpartækjum  :o

Nóni:

--- Quote from: "Vega 71" ---Stjórn,
Nóni þú segist halda að menn vinni í þessu af heilindum. Ég spyr því geri þá ekki eins og flestir keppendur vilja? Það er mestur vilji að keppa í MC,SE, einnig GF......  að ónefndum OF sem þið megið nú eiga að þið hélduð inni.

Menn vinna af heilindum fyrir KK ef þið farið eftir því sem flestir keppendur viljum helst. Í stað þess að níða þessa sekunduflokka inn. Í hreinskilni sagt þá eru menn ekki sáttir við svona vinnubrögð. Ég minni á að það var gerð skoðanakönnun þar sem þetta kemur fram.

Þetta er sett hér fram sem sanngjarna og málefnalega umræðu á líðandi stund. Við viljum ekki endilega dæma stjórnina löngu seinna á Aðalfundi.

Gretar Franksson
--- End quote ---



Já Grétar, ég veit að ég vinn allavega í þessu af heilindum og hef staðið á minni skoðun í þeim málum sem ég hef talið mig hafa vit á.
Ég veit líka að staðreyndin er sú að erfitt er að fá menn til að vinna við keppnirnar og skoða bílana og þetta einfaldar málið mikið. Einnig var samþykkt á MC-fundi sem haldinn var í haust að prófa þetta fyrirkomulag fyrir þá.

Ég er sammála Kidda í því sem hann segir um bremsukallana, það er að sjálfsögðu hægt að skrá sig í flokk sem er 2 sek. seinni en þeirra bílar keyra og eru því ekki að keppa til að hafa gaman af því heldur að ná í dollu og sýna hana heima þegar gestir koma (lítil typpi?). Þetta verður ekki vandamál ef fleiri en einn eru í toppbaráttu.
Gefum þessu séns og stillum bílunum okkar upp miðað við það sem við ætlum að gera og ef við eignumst meiri pening þá förum við bara upp um flokk, þetta auðveldar mönnum að gera það sem þeir vilja. Það er líka hægt að keppa með tækið sem maður á og þarf ekkert að breyta því og ef þetta gefst ekki vel sem ég efast um þá er hægt að horfa aftur til fortíðar þrasa um reglur og annað slíkt. Í þessu er hægt að sleppa regluþrasi og bara hía á þá sem bremsa og kalla þá kellingar, hvað finnst ykkur.

Áfram málefnaleg umræða, út með leiðindi og pirring.


Kv. Nóni, bjartsýnn

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version