Aðal málið er að auglýsa og markaðssetja, fá útvarpsstöðvar til að gefa miða, fá að hengja upp auglýsingar á bensínstöðvum osf, svo er líka eitt sem kanski mundi laða fleiri áhorfendur að er að láta keppnirnar ganga meira smurt og smooth, það er mjög algengt að það þurfi að bíða í fleiri mínutur og jafnel tugi mínutna eftir næstu ferð, sem er náttúrulega ekki gott mál.
Eins og fram hefur komið fór ég á kvartmílukeppní í Orlando, Florida í fyrra. Uppsettning, skipulagning og þannig lagað var þar til fyrirmyndar, bílarnir voru í fjórum til fimm röðum við byrjunar-enda brautarinna, skift niður í flokkana og byðu eftir að komast á brautina eftir skipunum brautastarfsmanna.
Þetta var prógram sem hélt keppninni gangandi. Það klikkaði nánast ekki að um leið og bíll var kominn á tré var næsti á eftir kominn í pollinn í "spól"svæðinu og þegar bíll á tré fekk grænt og var kominn af stað byrjaði sá sem var fyrir aftan að hita og stilla upp, og svona gekk þetta allann daginn, fyrir utan hlé sem voru tekin til að úða brautina með TrackBite-inu. Svo ef að einhvað klikkaði, bíll sem átti að gera klárt í hitun fór ekki í gang eða einhvað, fekk hann viðvörun og einhvern X tíma til að koma græjunni á brautina, ef það klikkaði á tilsettum tíma var honum ýtt frá svo næsti kæmist í brautina.
Þetta er hlutur sem hélt áhorfendum við efnið, og skemmtunin var í hámarki.
Ég vill taka fram að ég er ekki að reyna að vera með móral eða leiðindi og vill ekki valda neinum ástarsorg, en þetta eru staðreyndir sem þyrfi endillega að fara að spá í að reyna að laga. Og enn fremur að þessar skoðanir eru mínar egin og skal ég undirritaður taka ábyrgð á orðum mínum.
Virðingarfylst, Einar Ásgeir Kristjánsson
sími: 8660734.
p.s. best að maður skelli sér uppí klúbb í kvöld og skrái sig, svo maður geti farið að skipta sér af af fullum krafti.
Kveðja...