Sammála þér Grétar.
Ég er á þeirri skoðun líka að lágmarks þátttökuskilda í flokka sé ekki hvetjandi til þátttöku.
Ef keppandi veit það að aðalkeppinauturinn fær fullt hús stiga burt séð frá þátttöku, þá er það til þess að hann hysji upp um sig buxurnar og mæti það er að segja ef hann ætlar að eiga séns í íslandsmeistartitil.
Þetta er hvergi gert, þetta er ekki í neinum reglum um keppnisfyrirkomulag erlendis að mér skilst hví ættum við þá að vera með þennan ósóma að hegna mönnum eins og Gísla Sveins sem eru þó það framar en hinir að komast þó upp á braut.
Og Ingó skrifar.
Sæll Aggi.
Þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Við í stjórn KK erum dauð hræddir við þig og förum væntanlega í ein og öllu eftir því sem þú boðar. En ég vona að þú fyrirgefir við gerðum okkur ekki grein fyrir að það væri lögbrot að ræða um flokka reglur her á spjallinu.
Sorry Sorry.
Kv Ingó.
Ég veit ekki hvaða boðskap ég átti svo sem að vera að boða, nema þá það að halda lög.
Nema þú teljir að þessir laga bútar sem ég setti þarna inn sé minn einka boðskapur, ekki nema þú hafir aldrei séð þetta áður?
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta svar þitt.
En þú getur nálgast þetta og lesið ef þú ferð á forsíðuna - klikkar þar á link sem heitir lög og reglur þá færðu upp síðu með link sem heitir LÖG KVARTMÍLUKLÚBBSINS þetta var það sem ég var að vitna í og er ekki minn boðskapur.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað
I love you all
Kv.
Aggi