Author Topic: Af reglum og lögum!  (Read 7800 times)

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« on: February 14, 2005, 15:14:29 »
Sæll Ingó,
Það er kanski gott að fá álit keppenda á því sem þeir vilja breyta. Ég vil bara mynna á að menn geta svo lagt inn tillögu að reglubreytingu fyrir næsta aðalfund, ef þeir telja breytingar þörf. Við förum auðvitað að lögum KK.

Já ég var að hugsa um að vera með í fyrstu keppni. Hún er reyndar svoldið snemma, vonandi vorar snemma. Það væri betra að gripið í brautinni verði þokkalegt svo hægt verði að sleppa 1300+hestöflum lausum.  Alkabílarnir 3 hjá Val,Agga og þórði þurfa einnig á því að halda.
kv. Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #1 on: February 14, 2005, 15:43:12 »
Sæll Grétar.

Eins og menn hafa bent á þá var góð mæting hjá keppendum á árunum 2000-2002 en aftur á móti slök mæting í fyrra. Það hlýtur að vera hlutverk stjórnar að vinna að því að það verði góð mæting í sumar. Fyrst þú minnist á aðalfund KK þá er það líka vettvangur félagsmanna til að kjósa nýa stjórn og ef þú eða aðrir eruð ósáttir við sitjandi stjórn þá er ykkur velkomið að kjósa nýja menn inn. Þessi stjórn mun gera það sem þarf til að fá eins marga keppendur og hægt er fyrir komandi sumar.

Ég hvet menn að tjá sig um þá flokka sem þá snertir.

Kv Ingó
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #2 on: February 14, 2005, 23:04:26 »
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #3 on: February 15, 2005, 09:24:42 »
Menn sem eru að keppa á SE og jafnvel GF bílum í MC væru ekki í MC ef það veri bannað að svindla þar.
Það getur í raun hver sem er skráð sig í MC þess vegna þórður meðan allir eru ólöglegir í flokknum hvort eð er, því jú menn þurfa að sjálfsögðu að vera löglegir sjálfir til þess að geta kært einhvern út og meðan allir eru ólöglegir þá getur enginn kært.

Að mínu mati á að vera nóg að einn mæti. við getum ekki verið að státa okkur að því að keppa eftir keppnisfyrirkomulagi NHRA en brjóta síðan það sem okkur dettur í hug. Nei Helgi það er ekkert lágmark í flokka í USA og eflaust hvergi því það á ekki að refsa þeim sem er duglegastur og kemst þó upp á braut.


Með taumlausri gleði skal land byggja.

Dr aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #4 on: February 15, 2005, 11:43:26 »
Quote from: "Dr.aggi"
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.



Sæll Aggi.

Er ekki komin tími fyrir þig að snúa þér að eihverju sem skiptis máli eins og t.d. að vinna með KK og hætta þessu þrasi. Það hlítur að vera þinn vilji að menn fjölmenni á brautina og sé sáttir við flokkana.

Kv.Ingó
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #5 on: February 15, 2005, 12:18:17 »
Sæll Ingo.
Að sjálfsögðu er ég að hugsa um hag KK.
Að hugsa um trúverðugleika Kvartmiluklúbbsins er meðal annars það að reyna að sporna við því að lög og reglur félagsinns séu ekki þver brotnar,
því að mínu mati er félag sem virðir ekki eigin lög og leikreglur ekki trúverðugt og nýtur ekki virðingar.

Til að breita aðallögum félagsins í dag er ekki nóg að lagabreiting fái samþikki aðalfundar því endanlegt samþikki laganefndar ÍSÍ þarf að liggja
fyrir svo lagabreyting geti orðið.

Lög félagsins eru vinnureglur fyrir sitjandi stjórn til að vinna eftir og eru til þess að sporna við því að að sitjandi stjórn eða jafnvel formaður einn keti umturnað megin starfsemi félagsinns þar fynnst mér vera brotalöm á sem mér sýnist eiga þátt í lægð félagsins.

Formaður hefur ekkert meira vald í stjórn félagsins en hver annar og vil ég því benda stjórnar mönnum á þessa lagagrein félagsins.

3. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, upplýsingafulltrúa og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Þessir 7 aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi.

3. 3. Stjórnarákvörðun er lögmæt ef hún er samþykkt af 2/3 hluta stjórnar

Ég vona að menn skilji mikilvægi þess að lög séu haldin því ef lög eru haldin þá getur enginn verið ósáttur.
Þar að leiðandi get ég ekki annað en verið að hugsa um hag félagsins.

Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #6 on: February 15, 2005, 13:41:44 »
Sæll Aggi.

Þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Við í stjórn KK erum dauð hræddir við þig og förum væntanlega í ein og öllu eftir því sem þú boðar. En ég vona að þú fyrirgefir við gerðum okkur ekki grein fyrir að það væri lögbrot að ræða um flokka reglur her á spjallinu.

Sorry Sorry.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #7 on: February 19, 2005, 20:26:41 »
Þá er komið að því.

Eftir beiðni Ingólfs um að nafngreindir keppendur tjái sig hverju þeir vilji breyta hefur nú komið fram. ENGAR BREYTINGAR ER NIÐURSTAÐAN. Nú vil ég biðja Ingólf um að venda sínum kvæðum í kross og hætta að leyta eftir reglubreytingum, nóg er komið.  

Nú verða menn að vinna að því að undirbúa næsta keppnistímabil. Ég mæli með því að keyra keppnir eftir útsláttarfyrirkomulaginu sem við höfum gert um árabil. Sá vinnur andstæðinginn sem vinnur tvö rönn. Þannig myndast spenna sem er á milli tveggja keppenda hverju sinni og allir eru með á nótunum.

Þetta fyrirkomulag "Lousers" sem prófað var í sumar er ekki að virka nógu vel. Meira að segja keppendur sjálfir vissu ekkert um hvar þeir voru staddir hvað þá áhorfendur. Síðan er bara allt í einu tilkynnt nú er úrslitaferð, engin aðdragandi.
kv. Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #8 on: February 20, 2005, 12:40:03 »
Sammála þér Grétar.

Ég er á þeirri skoðun líka að lágmarks þátttökuskilda í flokka sé ekki hvetjandi til þátttöku.
Ef keppandi veit það að aðalkeppinauturinn fær fullt hús stiga  burt séð frá þátttöku, þá er það til þess að hann hysji upp um sig buxurnar og mæti það er að segja ef hann ætlar að eiga séns í íslandsmeistartitil.

Þetta er hvergi gert, þetta er ekki í neinum reglum um keppnisfyrirkomulag erlendis að mér skilst hví ættum við þá að vera með þennan ósóma að hegna mönnum eins og Gísla Sveins sem eru þó það framar en hinir að komast þó upp á braut.

Og Ingó skrifar.

Quote from: "Ingó"
Sæll Aggi.

Þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Við í stjórn KK erum dauð hræddir við þig og förum væntanlega í ein og öllu eftir því sem þú boðar. En ég vona að þú fyrirgefir við gerðum okkur ekki grein fyrir að það væri lögbrot að ræða um flokka reglur her á spjallinu.

Sorry Sorry.

Kv Ingó.


Ég veit ekki hvaða boðskap ég átti svo sem að vera að boða, nema þá það að halda lög.
Nema þú teljir að þessir laga bútar sem ég setti þarna inn sé minn einka boðskapur, ekki nema þú hafir aldrei séð þetta áður?
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta svar þitt.
En þú getur nálgast þetta og lesið ef þú ferð á forsíðuna - klikkar þar á link sem heitir lög og reglur þá færðu upp síðu með link sem heitir LÖG KVARTMÍLUKLÚBBSINS  þetta var það sem ég var að vitna í og er ekki minn boðskapur.

Ég vona að þetta hjálpi eitthvað
I love you all
Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #9 on: February 20, 2005, 21:36:55 »
Sælir félagar Aggi  og Grétar..


Hvað er í gangi það tók ykkur 5 daga að svara en þið komið ekki að óvart. Ef sú tíð kemur aftur að þið verðið í stjórn KK þá fáið þið að stjórna en ekki núna. En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #10 on: February 20, 2005, 22:31:14 »
Sæll Ingó,
Mér fannst rétt að bíða og sjá til hvort það kæmu tillögur um reglubreytingar frá þessum mönnum sem þú nafngreindir. Þannig var nú það. Ég er auðvitað að spjalla hér og koma með tillögur sem almennur félagsmaður KK. Það var að beiðni eins stjórnarmanns að við kæmum með skoðanir á því hvað við teldum rétt að gera fyrir næsta keppnistímabil til að auka fjölda keppenda og þar með áherfenda.

Ég er ekki með þessu að reyna að taka stjórn af þér, það er ekki málið. Heldur að koma með málefnalega umræðu um það sem betur mætti fara.

Eins og þú sérð þá hvet ég félaga KK til að horfa til næsta sumars. Hver er þín skoðun á því hvaða keppnisfyrirkomulag finnst þér að við ættum að keyra eftir?  Þetta er jú eitt það því sem við ættum að skoða.

Það er kanski ekki málið að koma með eitthvað nýtt, fram að færa. Það getur verið skaðlegt að vera sífellt að koma með eitthvað nýtt. Menn smíða og setja upp keppnistæki til að passa í þá flokka sem fyrir eru. Það tekur langan tíma og getur verið slæmt ef flokkur sem viðkomandi ættlaði að keppa í er ekki til staðar.

Það hefur komið í ljós að þessi tilraun með erlendu flokkana hefur mistekist það hefur enginn af þessum flokkum verið keyrður. Menn virðast ekki vera hrifnir af þessu.  Þess vegna hvet ég menn til að skrá sig í okkar ágætu flokka GT-RS-SE-MC-GF-OF þetta eru þeir flokkar sem flest okkar keppnistæki passa fyrir. Mín skoðun er sú að ef við höldum áfram að leita sífellt að nýjum og nýjum "erlendum flokku" þá skánar ástandið ekki. þe of fáir keppendur.

með vinsemd
Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #11 on: February 20, 2005, 23:39:49 »
Sæll Grétar.

Það var ánæulegt að lesa þessi skrif. Jú við erum að reyna að átta okkur á því hvar hugugur manna sem ætla að keppa liggur, til að hlúa að keppnis haldinu með einn tilgang að fjölga keppendum. þessi límkur er til að athuga hvort keppendur hafi einhverjar athugasemdir við reglurnar. Það er rétt það virðast flestir vera sáttir miðað við að aðeins ein athugasemd hefur verið gerð.

Ingó :)
Ingólfur Arnarson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #12 on: February 20, 2005, 23:46:18 »
Quote from: "Vega 71"
Sæll Ingó,
Mér fannst rétt að bíða og sjá til hvort það kæmu tillögur um reglubreytingar frá þessum mönnum sem þú nafngreindir. ???

Hvað áttu við. Hef ég nafngreint einhvern hér á  netinu.

Ingó
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #13 on: February 21, 2005, 08:20:49 »
Ingó skrifar:

Quote from: "Ingó"
Sælir félagar Aggi  og Grétar..


Hvað er í gangi það tók ykkur 5 daga að svara en þið komið ekki að óvart. Ef sú tíð kemur aftur að þið verðið í stjórn KK þá fáið þið að stjórna en ekki núna. En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.

Kv Ingó.


Mig langar nú að fræða þig svolítið um lögin.
Þegar við gengum í ÍSÍ Á ÞESSARI ÖLD voru lögin okkar updateuð og endursamin í þremur lotum í samstarfi við sjórn KK af starfsmönnum ÍSÍ
svo þau yrðu samþykt af laganefnd ÍSÍ sem er skipuð fjórum eða fimm virtum lögfræðingum úr bænum, þeim var hafnað tvisvar en samþyktar í í þriðju lotu.
Sem sakt ÍSÍ tekur lög aðildarfélaganna mjög alvarlega.

Ég tek undir það með Grétari við erum ekkert að taka af þér (ykkur) stjórnina.   Þú ert aðal.   En það hlýtur að vera réttur okkar sem félagsmanna að ræða hugmyndir og benda á það sem við teljum að betur mætti fara.
Við höfum nú líka yfirsýn yfir marga og misjafna stjórnunarhætti í þessu félagi í um og yfir 25 ár.

með vinsemd.
Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #14 on: February 21, 2005, 10:51:12 »
Quote from: "Dr.aggi"
Ingó skrifar:

Quote from: "Ingó"
Sælir félagar Aggi  og Grétar..


 En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK  -- og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.

Kv Ingó.


Sæll Aggi

Þú viðist vera fastur í lögum KK. Ég hef ekki minnst á lög kk. Enda er þetta línkur fyrir umræðu um reglur og um það hverjir ætla að keppa í sumar. Ef þú hefur eihverjar athugasemdir við OF reglur þá væri gaman að lesa um það. þar sem þú ætlar væntanlega að keppa í OF. En ég sé ekki að það sé þitt mál þeir flokkar sem þúætlar ekki að keppa í.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #15 on: February 21, 2005, 11:24:48 »
HALLÓ HALLÓ Ingó ertu á sportbarnum.
Það er mánudagur
Er Jam í gangi.
Þú ættir nú að láta okkur vita við erum alltaf til í Jam.

En kíktu á þetta, en bara seinna.

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.

Lögin taka á reglubreytingum og hvernig þær skulu fara fram.
Enda hafa þær altaf farið þannig fram.
Og samhvæmt lögunum hlýt ég að hafa rétt til að hafa eithvað um allar breitingar á keppnisreglum að segja.

Enda eins og þú ættir að vera búinn að uppgötva varðandi MC flokk þá geta breitingar í einum flokki haft gífurleg áhrif á aðra flokka eins og skeði með SE og GF.
Því er ég sammála lögunum OKKAR að allir löggildir félagsmenn eigi að hafa eithvað um reglubreytingar að segja.

En annars góða skemtun.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #16 on: February 21, 2005, 11:37:51 »
Sæll Aggi .

Það var lagið. Sama spólan aftur og aftur. Vinsamlega hættu að endurtaka þessi skrif hér á þessum línk. Þér er frálst að koma með nýjan þráð. Þessi þráður er fyrir keppendur og þeirra skoðanir á reglum í þeim flokkum sem þeir ætla að keppa í.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline 427Chevy

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 101
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #17 on: February 21, 2005, 16:27:42 »
Sæll Ingó.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.
snerir þú ekki þessum þræði upp í reglubreytingar fyrir nafngreynda.
Er Aggi ekki keppandi ?
Þú nafngreyndir hann.
Tengjast skrif Agga ekki reglubreytingum?
Kv. Grétar Jónsson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Af reglum og lögum!
« Reply #18 on: February 21, 2005, 17:37:32 »
Sæll Grétar Jóns.

Ég á svo sem von á að þú myndir láta í þér heira.
Vissulega er Aggi Keppandi en um kvað er hann að skrifa? Alla vegana ekki um keppnis reglur heldu lög KK/ÍSÍ.

Þetta er línkur á vegum stjórnar KK fyrir þá sem ætla að keppa í sumar og ef þeir vilja tjá sig um þær reglur sem gilda í þeim flokk sem þeir ætla að keppa í.

Ef þú hefur ekkert að segja um reglur í OF að segja sem þú ert keppandi í þá vinsamlega skrifaðu annarstaðar á netið.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Sandkassinn á róló
« Reply #19 on: February 21, 2005, 17:58:00 »
Strákar mínir endilega gerið út um þetta í sandkassanum á róluvellinum, það er akkurat þar sem svona umræður fara fram milli krakka sem eru 3ja til 6 ára.

Tóti
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1