Author Topic: veistu hvert Fairlane fór?  (Read 1760 times)

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
veistu hvert Fairlane fór?
« on: February 20, 2005, 11:40:50 »
Fyrir um 2 árum var sífellt verið að auglýsa í Fréttablaðinu hvítan Ford Fairlane árg. '68 að ég held(skrifaði reyndar alltaf Fairline). Mig minnir að hann hafi verið annaðhvort í Grindarvík eða Keflavík.
  Bíllinn var hvítur að utan, rauður að innan klæddur með leðri og keyrður undir 100.000. Það var einhver ungur maður sem átti hann og vildi losna við hann. Bíllinn var með 289ci vél sem gekk fínt og fengum við að prufukeyra hann þegar við fórum og skoða hann.
  En ég lét hann renna mér úr greipum því áður en ég vissi seldi þessi viðkomandi bílinn á 250.000 staðgreitt og ég veit ekkert hvað varð af honum. Núna hef ég mikinn áhuga á að hafa aftur uppá bílnum og sjá hver keypti hann og hvernig mál standa hjá honum.
  Ef einhver kannast við þennan bíl og veit hvað varð af honum gæti þá viðkomandi deilt uppl. með hérna?

Takk