Kvartmílan > Almennt Spjall

Félagsgjald

(1/4) > >>

Helgi 454:
Sælir,
Mig vantar að vita reikning og kennitölu klúbbsins til að greiða félagsgjaldið, já og upphæð.

Kv.
Helgi

Gísli Camaro:
fær maður e-h skírteini sem sýnir að maður sé meðlimur?

440sixpack:
Komdu bara á fund annað kvöld og þá getur þú greitt og skirteinið gert á staðnum

Gísli Camaro:
heimilisfang og tími

Nóni:

--- Quote from: "Gísli Camaro" ---heimilisfang og tími
--- End quote ---



Heyrðu, hvað ertu að meina? Veistu ekki hvar Kvartmíluklúbburinn er?

Þá skal ég segja þér að hann er í Kaplahrauni 14 í Hafnarfirði og hefst félagsfundur þar kl. 20:00 í kvöld fimmtudagskvöld. Menn koma þar og spjalla og horfa kannski á eitthvað reis í sjónvarpinu, fá sér kaffi og súkkulað og spjalla enn meira og er það afar hressandi. Allir áhugamenn um kraftmikla bíla ættu að leggja leið sína í klúbbinn á fimmtudagskvöldum.
Sjoppan er troðfull af allskyns góðgæti og gosi þannig að allir ættu að geta troðið einhverju í kökugatið ef þeir ætla ekki að nota það til þess að tala með.

Kv. Nóni, með munnræpu

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version